Myndi sóma mér vel í karfatorfu núna

Eitthvað fór Eurovision nú öðruvísi en ég hefði viljað.

Ég skil 1. og 2. sætið. En skilningur minn nær eiginlega ekki lengra en það. Skil ekki afhverju Noregur og Bretland voru í neðstu sætunum. Skil ekki hvað t.d. Serbía, Makedónía og svo ég tali nú ekki um Albaníu (vá hvað það lag böggar mig ennþá..) voru að gera svona hátt á listanum. Skil ekki afhverju Írar voru ekki hærri.. já, ég semsagt skil bara ekki baun!

En ég er svosem ekki að svekkja mig á því mikið. Það er gaman að horfa á þetta hvernig sem fer :)
Alltaf er það sama sagan að maður veit hverjir fá hæstu stigin frá hvaða löndum. Spánn gefur t.d. Portúgal alltaf 12 og öfugt. Og þannig er það með nánast hvert einasta land, maður getur spáð fyrir með sæmilegri vissu hvert 8, 10 og 12 stigin fara (og þar erum við engin undatekning svosem:)

Annars er ég bara búin að eiga yndislega Hvítasunnuhelgi. Fer á fætur um 9 leytið á morgnanna eftir að hafa spjallað smá við Baldvin sem kemur af næturvakt um það leyti. Skelli mér í sund og bíð svo eftir að karlanginn vakni. Næturvaktir eru EKKI skemmtilegar. En einhver þarf að raka inn peningum á heimilið :)

Ég er mjög rauð eftir daginn. Var svo sniðug að fara í sund án sólarvarnar og bar hana á mig eftirá.. yup.. fyrirhyggjusöm alltaf!
Ég þori ekki annað en að endurnýja sólarvörnina á heimilinu, það verður fyrsta verk á morgun. Enda spáð áframhaldandi blíðviðri wohoo :D 

Ætla að fara að kúra mér yfir eins og einni bíómynd! 


Fékk möndlur!

Fékk möndlur .. búin að stúta heilum poka takk fyrir pent!

En ég vann fyrir þessu. Fór nefninlega í morgun þegar Baldvin kom af vakt og reif mig á lappir og fór í sund. Mikið lifandi skelfingar ósköp var það nú gott. Smile

Fór svo með hetjunni henni systur minni í Kringluna með gríslingana hennar 5. 

Svo yndislegt þetta sumarfrí!

Svo er það bara euro í kvöld. Ætla ekki að koma með neina spádóma en það sem ég man eftir í fljótu bragði að hafa líkað er Írland, Svíþjóð, Noregur, Kúla lagið (man ekki hvað Eystrarsaltsland var með það) og svo lofar þýska brotið sem ég hef séð góðu. Auk þess reyndar fannst mér brotin úr hinum lögunum (þessum 6 sem komast sjálfkrafa áfram) lofa góðu. En ég er ekki búin að heyra þau í heild svo ég læt vera að tjá mig meira um það.

En jæja, ætla að fara að njóta dagsins með karlinum mínum, þessa fáu tíma sem hann er vakandi og ekki á vakt! 


Möndlur

Mig langar í möndlur!

Frekar erfitt líf. Er að reyna að trappa mig niður í óhollustu og sykurneyslunni undanfarnar vikur - eiginlega bara síðan prófin byrjuðu.. Það gengur eitthvað brösuglega. Meira eiturlyfið þetta nammi!! Svo er ég að reyna að koma hreyfingunni á réttan kjöl. Sund er þar ofarlega á óskalistanum. Hægara sagt en gert að pína sig framúr, útí rokið og í sund á morgnanna þegar B er rétt að skríða heim úr vinnunni. Sjáum hvað verður í fyrramálið!

 En möndlurnar fæ ég á morgun. Enda nammi og eurodagur.. !


pottarnir

Nú er ég búin að vera ágætlega dugleg við að fara í sund síðustu 2 mánuði kannski. 

Hef alltaf verið að fara í Vesturbæjarlaugina en í dag fór ég í Laugardalinn. Mér fannst himinn og haf þar á milli! Mikið betra að synda í Laugardalnum. Hafði smá áhyggjur af 50m laug í stað 25m ef ég skyldi fá krampa eins og hefur viljað gerast stundum. En það voru óþarfa áhyggjur :) Var helmingi fljótari að synda sömu vegalengd. (sem er merkilegt þar sem maður spyrnir sér helmingi oftar í 25m laug)...

Svo voru pottakallarnir líka miklu skemmtilegri í Laugardalnum. Ég hef kannski mætt á leiðilegum tíma í Vesturbæinn en karlarnir þar nöldruðu og rifust eins og þeir fengju borgað fyrir það. Þessir í Laugardalnum voru bara hressir... (svona ef þið voruð að velta þessu fyrir ykkur.. hvert væri best að fara að hlusta á kalla tala um lífið)

 En með þessa pottakalla.. þeir tala um fólkið í þjóðfélaginu alveg hispurslaust. Ætli þeir lendi aldrei í því að vera að tala um nákominn ættingja einhvers sem er viðstaddur? Ég hefði allavegana ekki viljað vera dóttir Herdísar eða Óla Grís í pottinum áðan.. það get ég sagt ykkur :p 

Annars byrjaði Baldvin að vinna í nótt. Mér fannst það ferlega erfitt enda ekki vön að sofa ein. Vaknaði svona 30x og alltaf var ég að vona að klukkan væri að verða 8. Mikið fegin þegar hann loksins kom heim!

 Við erum búin að vera ótrúlega dugleg að gera allt fínt og breyta og bæta inni hjá okkur. Kompan er orðin skipulögð og fín, herbergið er allt annað og nú á bara eftir eitthvað smotterí! Aaaaw svo gaman! 

 


Yndislegt frí!

Dagur 2 í sumarfríi og mér er ekki enn farið að leiðast! Og sé meira að segja ekki framá það.

Loksins loksins er allt nokkurn veginn í orden heima. Ekki (skóla)drasl útum allt og uppvaskið nær ekki uppí rjáfur. Fór meira að segja í gegnum sokkaskúffuna áðan og nú eru ekki stakir sokkar sem kaffæra allt sem í skúffunni er. AHHHH svo gott!! Svo bíð ég bara spennt eftir að Baldvin klári ritgerðina sína og þá verður sko allt tekið í gegn. Kompan sem og íbúðin... JEYJ!

Annars fórum við hjúin í bíó í gærkvöldi, á Avengers. Mjög skemmtilegt og ég hlakka til að sjá Iron Man 2. Robert downey jr alger snilld sem Iron man!

 Svo er ég svo hamingjusöm með þetta veður. Fór í sund í morgun (reyndar alveg skýjað þá - græddi samt eins og 3 freknur) og kíkti svo á kaffihús með Pésa. Yndislegt alveg hreint! 

 

Baldvin er á æfingu að slást og ég ætla að fara að undirbúa kvöldmatinn. Hér verður Satay kjúllasalat, hollt og gott fyrir duglega manninn minn sem fer á æfingu og skrifar ritgerð þess á milli.

 


ah bú bráðum!

Dagurinn er runninn upp!!!

SEINASTI læridagurinn. Ég er með svo mikið á planinu að hann verður alltof fljótur að líða veit ég, en því fyrr sem þetta er búið því betra. Ég fæ samt alltaf svona tilfinningu seinasta daginn að ég gæti þetta alveg í sma´stund í viðbót (og þarf auðvitað alltaf auka tíma til að læra) og svo þegar ég klára prófin þá veit ég aldrei almennilega hvað ég á að gera af mér og hefði ekkert á móti því að fara að læra.

Skrítið! 


heimsóknir

Ég er ogguponku forvitin að vita hverjir það eru sem lesa bloggið mitt?

Ég hefði jafnvel haldið að það væri bara lesið af Baldvin og kannski mömmu á góðum dögum. En IP tölurnar eru eitthvað fleiri.. 

 

Annars sit ég hér með jafnræðisreglunum og vínberjum og nýt lífsins.

Það er svo margt sem ég hlakka til að fara að gera í næstu viku.

T.d.:

- kaupa kommóðu

- endurraða inní svefnherbergi

-þrífa ALLT hátt og lágt

- taka til í öllum skápum

- taka til í kompunni

- taka til í skúffunum

 

 

- svo langar okkur mjög mikið að skreppa til Vestmannaeyja í smá, höfum hvorug komið þangað og ætli við látum ekki bara verða af því! ohh svo spennandi!

 

.... það gæti tekið dálítið langan tíma öll þessi tiltekt og þrif (þó að íbúðin sé nú bara 46fm). Sérstaklega ef Baldvin verður vinnandi mikið á þessum tíma..   oh well. Mér þarf allavegana ekki að leiðast þá á meðan!

 

En svo hlakka ég líka mikið til að taka labbitúra útí sundlaug og sóla mig þar (þó það séu ský!) 


vika!

Í dag er vika í 8.maí! 

Ferfalt húrra fyrir því!!

 


bugun.. aftur

Ég er ekki lengur jafn hamingjusöm. 

Ég er eins og sprungin blaðra.

Var þvílíkt fersk í gær og las hátt í 200bls. En nú er ég búin að lesa 5 bls á seinasta klukkutímanum. Mér er illt í augunum og mig langar bara að fara að sofa! Ég nenni ekki og get ekki meir. Ég vorkenni mér með eindæmum!

 

Svo er EKKERT til í kotinu okkar, ég get ekki japlað á neinu gúmmelaði eða neitt í þessari sjálfsvorkunn. Sit bara hér, alveg að sofna og drekk vatn öðru hvoru. Ó hvað lífið er eitthvað dásamlegt svona í prófum..

 

Annars ákvað ég í gær að ég er á leiðinni á Stones tónleika næsta sumar! Ó hvað ég hlakka til!
Það skemmtilegasta sem ég hef á ævinni gert var að fara að sjá þá í Köben 2007. Jiii, ég fæ bara tár í augun við að hugsa um það (kannski líka því augun eru svo þurr af þreytu..)

 

GAMAN GAMAN! 


Hamingja!

Ég er svo hamingjusöm að mér finnst að ég gæti sprungið! Sprungið og gusað allri eignarréttarvitneskjunni (skrifaði fyrst eignarréttarvitleysunni, ekki svo fjarri lagi..) yfir alla veggi lesstofunnar! 

 

Eignarréttarprófið er semsé búið. Ég geri mér voðalega takmarkaða grein fyrir því hvernig það gekk, en það gekk allavegana og það er BÚIÐ. Og ég hlakka bara til að fá einkunnina og krossa fingur að ég þurfi ekki í annað próf í júní! (má sko ekkert vera að því þá! í miðju sumarfríinu mínu að njóta lífsins!)

 

Prófið var alveg svona þokkalegt og ekkert hrikalega ósanngjarnt miðað við fyrri ár - það var eins þ.e. það er erfitt að átta sig á því einhvernveginn.. en þetta væri nú ekkert skemmtilegt ef stigin væru fríkeypis er það!? (jú okei, apríl/maí og nóvember/desember væru jú þolanlegri mánuðir en ég meina þetta er bara 1/3 ársins ... okei vá!)

 

En núna allavegana er ég búin að endurræsa lesstofuborðið mitt. Veggfóðrið með minnispunktum eignarréttar var rifið niður og nú lúkkar borðið frekar berrassað. En ég verð ekki lengi að vippa upp nýju stjórnsýsluréttarveggfóðri.

 

Nú eru bara  11 dagar í sumarfrí. 

stjórnsýsluréttarefnið er náttúrulega þétt og ferlega mikið. Eins mikið og ég hlakkaði nú til að klára þennan eignarrétt þá eiginlega nenni ég ekki að byrja prófalestur frá grunni. Það er svo skelfing stressandi að hafa tímann svona nartandi í hælana á manni.  Svo þó að eignarrétturinn hafi verið alveg fáránlega yfirgripsmikill og víðfeðmur og léti stjórnsýsluréttinn líta vel út - þá er ég eiginlega hætt við núna. Grasið er jú alltaf grænna hinummegin... ! 

 

En jæja.. þarf að fara að búa mér til skipulag!
(uppáhaldstímapunktur annarinnar hjá mér ... án gríns) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband