Hamingja!

Ég er svo hamingjusöm að mér finnst að ég gæti sprungið! Sprungið og gusað allri eignarréttarvitneskjunni (skrifaði fyrst eignarréttarvitleysunni, ekki svo fjarri lagi..) yfir alla veggi lesstofunnar! 

 

Eignarréttarprófið er semsé búið. Ég geri mér voðalega takmarkaða grein fyrir því hvernig það gekk, en það gekk allavegana og það er BÚIÐ. Og ég hlakka bara til að fá einkunnina og krossa fingur að ég þurfi ekki í annað próf í júní! (má sko ekkert vera að því þá! í miðju sumarfríinu mínu að njóta lífsins!)

 

Prófið var alveg svona þokkalegt og ekkert hrikalega ósanngjarnt miðað við fyrri ár - það var eins þ.e. það er erfitt að átta sig á því einhvernveginn.. en þetta væri nú ekkert skemmtilegt ef stigin væru fríkeypis er það!? (jú okei, apríl/maí og nóvember/desember væru jú þolanlegri mánuðir en ég meina þetta er bara 1/3 ársins ... okei vá!)

 

En núna allavegana er ég búin að endurræsa lesstofuborðið mitt. Veggfóðrið með minnispunktum eignarréttar var rifið niður og nú lúkkar borðið frekar berrassað. En ég verð ekki lengi að vippa upp nýju stjórnsýsluréttarveggfóðri.

 

Nú eru bara  11 dagar í sumarfrí. 

stjórnsýsluréttarefnið er náttúrulega þétt og ferlega mikið. Eins mikið og ég hlakkaði nú til að klára þennan eignarrétt þá eiginlega nenni ég ekki að byrja prófalestur frá grunni. Það er svo skelfing stressandi að hafa tímann svona nartandi í hælana á manni.  Svo þó að eignarrétturinn hafi verið alveg fáránlega yfirgripsmikill og víðfeðmur og léti stjórnsýsluréttinn líta vel út - þá er ég eiginlega hætt við núna. Grasið er jú alltaf grænna hinummegin... ! 

 

En jæja.. þarf að fara að búa mér til skipulag!
(uppáhaldstímapunktur annarinnar hjá mér ... án gríns) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum að fá okkur ný áhugamál. Þú með þinn skipulagsáhuga og það skemmtilegasta sem ég hef gert síðustu daga er að taka til á flakkaranum :P

Baldvin (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 17:02

2 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

hahaha!

Þessvegna pössum við svo vel saman :D

En já, það er rétt. Við skulum gera eitthvað villt og galið þegar prófunum lýkur! Eins og t.d. að stilla EKKI vekjaraklukku (ó mæ)

Berglind Hermannsdóttir, 29.4.2012 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband