pottarnir

Nú er ég búin að vera ágætlega dugleg við að fara í sund síðustu 2 mánuði kannski. 

Hef alltaf verið að fara í Vesturbæjarlaugina en í dag fór ég í Laugardalinn. Mér fannst himinn og haf þar á milli! Mikið betra að synda í Laugardalnum. Hafði smá áhyggjur af 50m laug í stað 25m ef ég skyldi fá krampa eins og hefur viljað gerast stundum. En það voru óþarfa áhyggjur :) Var helmingi fljótari að synda sömu vegalengd. (sem er merkilegt þar sem maður spyrnir sér helmingi oftar í 25m laug)...

Svo voru pottakallarnir líka miklu skemmtilegri í Laugardalnum. Ég hef kannski mætt á leiðilegum tíma í Vesturbæinn en karlarnir þar nöldruðu og rifust eins og þeir fengju borgað fyrir það. Þessir í Laugardalnum voru bara hressir... (svona ef þið voruð að velta þessu fyrir ykkur.. hvert væri best að fara að hlusta á kalla tala um lífið)

 En með þessa pottakalla.. þeir tala um fólkið í þjóðfélaginu alveg hispurslaust. Ætli þeir lendi aldrei í því að vera að tala um nákominn ættingja einhvers sem er viðstaddur? Ég hefði allavegana ekki viljað vera dóttir Herdísar eða Óla Grís í pottinum áðan.. það get ég sagt ykkur :p 

Annars byrjaði Baldvin að vinna í nótt. Mér fannst það ferlega erfitt enda ekki vön að sofa ein. Vaknaði svona 30x og alltaf var ég að vona að klukkan væri að verða 8. Mikið fegin þegar hann loksins kom heim!

 Við erum búin að vera ótrúlega dugleg að gera allt fínt og breyta og bæta inni hjá okkur. Kompan er orðin skipulögð og fín, herbergið er allt annað og nú á bara eftir eitthvað smotterí! Aaaaw svo gaman! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband