28.5.2012 | 22:14
Myndi sóma mér vel í karfatorfu núna
Eitthvað fór Eurovision nú öðruvísi en ég hefði viljað.
Ég skil 1. og 2. sætið. En skilningur minn nær eiginlega ekki lengra en það. Skil ekki afhverju Noregur og Bretland voru í neðstu sætunum. Skil ekki hvað t.d. Serbía, Makedónía og svo ég tali nú ekki um Albaníu (vá hvað það lag böggar mig ennþá..) voru að gera svona hátt á listanum. Skil ekki afhverju Írar voru ekki hærri.. já, ég semsagt skil bara ekki baun!
En ég er svosem ekki að svekkja mig á því mikið. Það er gaman að horfa á þetta hvernig sem fer :)
Alltaf er það sama sagan að maður veit hverjir fá hæstu stigin frá hvaða löndum. Spánn gefur t.d. Portúgal alltaf 12 og öfugt. Og þannig er það með nánast hvert einasta land, maður getur spáð fyrir með sæmilegri vissu hvert 8, 10 og 12 stigin fara (og þar erum við engin undatekning svosem:)
Annars er ég bara búin að eiga yndislega Hvítasunnuhelgi. Fer á fætur um 9 leytið á morgnanna eftir að hafa spjallað smá við Baldvin sem kemur af næturvakt um það leyti. Skelli mér í sund og bíð svo eftir að karlanginn vakni. Næturvaktir eru EKKI skemmtilegar. En einhver þarf að raka inn peningum á heimilið :)
Ég er mjög rauð eftir daginn. Var svo sniðug að fara í sund án sólarvarnar og bar hana á mig eftirá.. yup.. fyrirhyggjusöm alltaf!
Ég þori ekki annað en að endurnýja sólarvörnina á heimilinu, það verður fyrsta verk á morgun. Enda spáð áframhaldandi blíðviðri wohoo :D
Ætla að fara að kúra mér yfir eins og einni bíómynd!
Athugasemdir
Þetta er nú meira sældarlífið á þér kona góð.
Mamma (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 20:11
Játsa!
Berglind Hermannsdóttir, 30.5.2012 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.