Yndislegt frí!

Dagur 2 í sumarfríi og mér er ekki enn farið að leiðast! Og sé meira að segja ekki framá það.

Loksins loksins er allt nokkurn veginn í orden heima. Ekki (skóla)drasl útum allt og uppvaskið nær ekki uppí rjáfur. Fór meira að segja í gegnum sokkaskúffuna áðan og nú eru ekki stakir sokkar sem kaffæra allt sem í skúffunni er. AHHHH svo gott!! Svo bíð ég bara spennt eftir að Baldvin klári ritgerðina sína og þá verður sko allt tekið í gegn. Kompan sem og íbúðin... JEYJ!

Annars fórum við hjúin í bíó í gærkvöldi, á Avengers. Mjög skemmtilegt og ég hlakka til að sjá Iron Man 2. Robert downey jr alger snilld sem Iron man!

 Svo er ég svo hamingjusöm með þetta veður. Fór í sund í morgun (reyndar alveg skýjað þá - græddi samt eins og 3 freknur) og kíkti svo á kaffihús með Pésa. Yndislegt alveg hreint! 

 

Baldvin er á æfingu að slást og ég ætla að fara að undirbúa kvöldmatinn. Hér verður Satay kjúllasalat, hollt og gott fyrir duglega manninn minn sem fer á æfingu og skrifar ritgerð þess á milli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband