háttatími!

Ég er búin að taka svo mikið af fínum myndum. En það ferst alltaf dálítið fyrir að setja þær alla leið inní tölvuna til að geta viðrað þær hér. Það kemur með kalda vatninu!

 

Fyrsti skóladagurinn í dag og herregud ... það er alveg að koma sumar er það ekki?
Nei, svo gott er það víst ekki.
Ég þakka hinsvegar mínum sæla fyrir að hafa ákveðið að skrifa ritgerðina í sumar. Ég er hreint ekki tilbúin að henda mér af jólafrísbakkanum og útí lærdómsdjúpu laugina :/

 

Nú stendur yfir kennsla að kenna ungviðinu að sofna sjálf. Það gengur bærilega, en henni er almennt meinilla við að fara að sofa. (Það var ástæðan fyrir þrælabúðunum að reyna að láta hana læra að sofna sjálf. Því hún var farin að hundskamma mann þegar hún átti að fara að sofa þó maður væri hjá henni og svæfði hana.)
Fyrstu dagarnir voru allverulega erfiðir. Sú stutta orgaði (að því er virtist) dögunum saman!
En svo þegar mamman loksins fattaði að leggja bangsa hjá henni skánaði það um helming. Ég held það sé það krúttlegasta sem ég veit. Hún verður að faðma bangsann sinn og fikta í honum og þá er allt í góðu.

 

Jæja, gott í bili, hún er farin að kalla. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Maður verður að eiga sinn kúribangsa. Minn hét Fúsi man ég :D

Davíð (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 00:50

2 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

Já, það er must!

Mín heitir Birna og er henn í hávegum höfð, á sér sæti á besta stað í húsinu :)

Berglind Hermannsdóttir, 28.3.2013 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband