7.6.2012 | 11:50
Kjólamadness!
Jæja.. næturvaktavika hófst í gær. Altso, ekki hjá mér, heldur hinum helmingnum. Ég held svei mér þá að mér þyki það mun verra en honum :/
En ef ég æfi mig að hugsa eins og Pollýana þá er nú nokkuð ljóst að ég get prísað mig sæla að vera ekki að vinna kvöldvaktir á móti honum, þá sæi ég hann bara ekkert!
Ég keypti mér flík áðan - í fyrsta sinn í nokkur ár held ég bara sem ég kaupi mér fat á Íslandi afþví að mig langar í það en ekki afþví að ég mig nauðsynlega vantar það (svona eins og íþróttaföt, held það séu einu flíkurnar sem ég hef keypt mér seinustu árin hér á landi)..
Ég sá nefninlega á fésbókinni í gærkvöldi að Volcano var að selja 2 týpur af kjólum á útsölu (half off!) og mig hafði lengi langað í aðra þeirra. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og stillti vekjaraklukku til að mæta örugglega ekki of seint í búðina.
Þar sem ég svo sit yfir ristaða brauðinu í morgun, aftur á fésbókinni, rak ég augun í síðu Volcano. Kjóllinn í litnum sem mig langaði í var BÚINN!
Hvernig gat það nú gerst?! Hvernig gat hann klárast yfir nótt?!
Jú, það er víst netverslun sem ég vissi ekki af. 'Eg sendi rafpóst í flýti til þess að tryggja mér kjólinn í öðrum lit (3 litir í boði). Fæ svar um hæl að það sé ekki nóg og ég þurfi að millifæra inná reikning. Ég hleyp upp til handa og fóta og reyni að millifæra, en nei, þá bilar auðkennislykillinn minn! Ég rek upp heróp og vek Baldvin og ræðst inná heimabankann hans til að millifæra, ætlaði sko EKKI að láta kjólinn ganga mér úr greipum.
Loksins hafðist þetta!
Mætti samt á slaginu 11 (og lét grútsyfjaða karlinn skutla mér) og náði í kjólinn. Þá eru bara 2 eftir í litnum sem ég ætlaði síst að fá. En nei bíddu nú við, þessi litur var eiginlega bara flottastur. Ég treð mér á milli brjálaðra útsölukellinga (og eins karls reyndar sem var að leita að þessum sama bláa og ég vildi fyrst og var jafn skúffaður og ég þegar hann komst að því að hann væri uppseldur) og rígheld í annan af þessum 2 kjólum í "sísta litnum". Elti afgreiðslukonuna útum alla búð (vorkenndi henni alveg pínu enda var hún bara ein og ég veit vel hvernig það er þegar konur eru að versla eitthvað á útsölu!) og fékk loksins í gegn að ég væri komin að ná í kjól sem ég ætlaði ekki að fá heldur ætlaði ég að fá þennan sem ég héldi á í staðinn. Sem betur fer var það ekkert mál og nú er kjóllinn loksins kominn heim!
Annars á karlanginn afmæli á morgun. Hann er alltaf að reyna að vera svo miklu eldri en ég - en ég dreg á hann eftir mánuð.. :)
Annars ætla ég að fara að sturta mig eftir þennan æsilega eltingaleik við kjólinn. Svo ætla ég út í daginn!
... og JÁ! má ekki gleyma mikilvægustu fréttinni maður minn.. ég eignaðist nefninlega risasætan frænda á laugardaginn var. Ég þarf að fara að minna hann á hver er uppáhaldsfrænka hans. Hann hefur nefninlega bara hitt hana einu sinni! :)
Athugasemdir
Þú ert greinilega orðin góð í þessu fyrst þú ert orðin uppáhalds eftir fyrsta hitting :)
Baldvin (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 17:26
Ég var náttúrulega orðin uppáhalds um leið og hann kom undir. Þetta er bara minn titill! :)
Berglind Hermannsdóttir, 7.6.2012 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.