Fór á deit!

Var að koma af deiti.

Og engu venjulegu deiti. Heldur með fjallmyndarlegasta, bestasta, fyndnasta og yndislegasta manni bæði norðan og sunnan Alpafjalla.

Já.. geri nú aðrir betur!

Við keyrðum eftir þjóðvegi 1 alla leið til Hveragerðis (úff, við erum svo villt!) og tyllltum okkur þar á Hoflandssetrið og fengum okkur pizzu. Ég ætla aðeins að rifja upp hvernig pöntunin okkar var

Fröken: "eruði tilbúin að panta?"
Berglind: "já, er það ekki bara?"
Baldvin: "jú, ég held það bara"
Berglind: "hvað eru pizzurnar stórar?"
Fröken: "9", 12", 16" "
Berglind: "Og hvað er fólk svona almennt að fá sér?"
Fröken: "venjulega fær fólk sér svona 9" ef það er bara að panta fyrir einn"
Berglind: "okei, Baldvin hvað ætlar þú að fá þér?"
Baldvin: "12" "
Berglind: "ok, ég lika þá, ég ætla að fá 12" pizzu nr 16"
Baldvin: "já, ég líka bara"
Berglind:  "já, og 9" hvítlauksbrauð"
Fröken: "okei"

10 mín síðar.... pizzan kemur...

Berglind & Baldvin: " omg"

30 mín síðar og hvort um sig búið með 3 sneiðar og 2 hvítlauksbrauðssneiðar. (Það þýðir að eftir urðu 2 hvítlauksbrauðssneiðar og alls 10 pizzusneiðar)

Berglind & Baldvin afvelta á leið heim úr Hveragerði með pizzu í 2 kössum meðferðis...

 

Endir! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var e-ð óeðlilegt í þessum pizzum, ég skil ekki hvað ég varð saddur!

Baldvin (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 21:33

2 identicon

Þið eruð nú meiri álfarnir.

Mamma (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 22:03

3 identicon

Já ég held það sé vel þess virði að fara á Hoflandssetrið tl að fá sér pizzu, þær eiga góðan séns á að komast í topp 5 yfir þær bestu á landinu.

Pétur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 20:34

4 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

Hverjar eru aðrar á þessum lista Pési?

Berglind Hermannsdóttir, 1.6.2012 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband