2.5.2012 | 09:24
heimsóknir
Ég er ogguponku forvitin að vita hverjir það eru sem lesa bloggið mitt?
Ég hefði jafnvel haldið að það væri bara lesið af Baldvin og kannski mömmu á góðum dögum. En IP tölurnar eru eitthvað fleiri..
Annars sit ég hér með jafnræðisreglunum og vínberjum og nýt lífsins.
Það er svo margt sem ég hlakka til að fara að gera í næstu viku.
T.d.:
- kaupa kommóðu
- endurraða inní svefnherbergi
-þrífa ALLT hátt og lágt
- taka til í öllum skápum
- taka til í kompunni
- taka til í skúffunum
- svo langar okkur mjög mikið að skreppa til Vestmannaeyja í smá, höfum hvorug komið þangað og ætli við látum ekki bara verða af því! ohh svo spennandi!
.... það gæti tekið dálítið langan tíma öll þessi tiltekt og þrif (þó að íbúðin sé nú bara 46fm). Sérstaklega ef Baldvin verður vinnandi mikið á þessum tíma.. oh well. Mér þarf allavegana ekki að leiðast þá á meðan!
En svo hlakka ég líka mikið til að taka labbitúra útí sundlaug og sóla mig þar (þó það séu ský!)
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort ég sé sammála þér með allt sem þú hlakkar til, en eitthvað af því samt :)
Baldvin (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.