bugun.. aftur

Ég er ekki lengur jafn hamingjusöm. 

Ég er eins og sprungin blaðra.

Var þvílíkt fersk í gær og las hátt í 200bls. En nú er ég búin að lesa 5 bls á seinasta klukkutímanum. Mér er illt í augunum og mig langar bara að fara að sofa! Ég nenni ekki og get ekki meir. Ég vorkenni mér með eindæmum!

 

Svo er EKKERT til í kotinu okkar, ég get ekki japlað á neinu gúmmelaði eða neitt í þessari sjálfsvorkunn. Sit bara hér, alveg að sofna og drekk vatn öðru hvoru. Ó hvað lífið er eitthvað dásamlegt svona í prófum..

 

Annars ákvað ég í gær að ég er á leiðinni á Stones tónleika næsta sumar! Ó hvað ég hlakka til!
Það skemmtilegasta sem ég hef á ævinni gert var að fara að sjá þá í Köben 2007. Jiii, ég fæ bara tár í augun við að hugsa um það (kannski líka því augun eru svo þurr af þreytu..)

 

GAMAN GAMAN! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband