10.3.2012 | 16:13
svefnpurrka, bananabrauð og lífið!
Ég er loksins búin að læra að búa til broskalla í símanum mínum. Það tók ekki nema 2 vikur
Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt er að koma Baldvin á fætur á morgnanna.
Eftir 2 snooz, ég búin að klæða mig, bursta, pissa, greiða, mála, elda hafragraut og borða hann og er á leiðinni út þá lítur hann enn þá svona út.
Athugið að þarna er ferlið langt komið. Þarna er hann búinn að liggja, búinn að kveikja ljósið, búinn að reisa hausinn við og meira að segja búinn að setjast upp!
Það verður stundum dálítið einmanalegt á morgnanna!
Grauturinn náttúrulega alltaf löngu orðinn kaldur þegar hann fær sér loksins
Jæja, búin að klaga hann nóg í bili þá. Hann er samt alltaf frábærastur!
Annars bakaði ég þetta ljúffenga banabrauð um daginn, mikið var það nú gott. Og hollt meira að segja.
Uppskriftina má finna hér: http://www.cafesigrun.com/bananabraud
Mæli með því!
Já, annað sem ég ætlaði að minnast á!
Við fórum loksins í blóðbankann í liðinni viku. Þegar maður er svona heppinn eins og við, að vera heilbrigð og allir í kringum mann heilbrigðir, þá hugsar maður oft alltof lítið út í svona hluti. Blóðgjöf kostar okkur ekki neitt og við megum alveg við því að missa smá blóð öðru hvoru. Það gæti munað öllu fyrir einhvern sem þarf á blóðinu þínu að halda!
Ég hvet því alla til að fara og gefa blóð! (Ekki skemmir góður andi, ljúffengar veitingar og líðanin sem fylgir því að láta gott af sér leiða:) ) Af stað með ykkur nú!!!
Ég hef mjög gaman að því að lesa skemmtileg blogg á netinu. Ég elska að lesa það sem góðir pennar hafa að segja.
Einn af þeim bloggurum sem ég fylgist með hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt og var hún að greinast með krabbamein, ekki í fyrsta sinn. Það vekur mig til umhugsunar. Eins og ég sagði áðan þá hef ég blessunarlega verið mjög heilbrigð og allir í kringum mig líka. Þá vill maður oft gleyma sér í smávægilegum vandamálum og gjörsamlega tapa sér yfir svo fráleitum hlutum að það er út í hött.
Við skulum aðeins staldra við, líta í kringum okkur og átta okkur á því hvað við höfum það gott.
Ef við getum verið að pirra okkur yfir lúxusvandamálum eins og pólitík, veðrinu, "karlar sem hata konur" umræðunni, lærdómi og fleiru í þessum dúr þá skulum við steinhætta því. (Er svosem ekki að segja ykkur að hætta að hafa skoðanir, en hættið amk að pirra ykkur yfir því!).
Við skulum þessvegna njóta hvers einasta dags og þess sem hann hefur upp á að bjóða. Lífið er alltof dýrmætt til að eyða því í vitleysu. Ef ykkur langar að gera eitthvað, gerið það þá! Hættu að vera feimin við það og hrædd við mistök. Þú hefur (í flestum tilfellum) engu að tapa. Gerðu það sem þig langar til og leyfðu draumunum þínum að verða að veruleika án of mikillar hugsunar og gagnrýni!
Athugasemdir
Frábært blogg en fyrsta myndin hefði alveg mátt missa sín :P
Baldvin (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 16:24
Nauts :)
Þú ert svo sætur og svo ertu líka með geislabaug á henni!
Berglind Hermannsdóttir, 10.3.2012 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.