7.jan

Mér finnst svolítið að það að vera í skóla sé svolítið eins og að læra að synda. Nema hvað, á hverri önn þarf maður að byrja uppá nýtt að læra það.

Ef ég á að reyna útskýra betur þá finnst mér alltaf í byrjun annar að ég sé að drukkna og að ég skilji ekki baun í bala og að ég muni aldrei skilja efnið, svo svona smám saman fer ég að fatta og skilja og svo undir lok annarinnar er maður að lesa þetta í 3.-4. sinn og kann textann næstum utanað...

.. En svo byrjar maður alltaf frá byrjun í byrjun hverrar annar.

Og nú finnst mér þetta sérstaklega slæmt! (mér finns tþað reyndar alltaf sérstaklega slæmt)... en núna erum við að tala um viðfangsefni sem ég hef aldrei á ævinni haft neinn áhuga eða neina vitneskju um. Námsefnið er ekki skýrt og það byrjar sko ekki á byrjuninni... Mér finnst það svindl!

 

kvartikvart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mér finnst ég stundum upplifa deja vu í byrjun annar þegar þú segist aldrei geta lært þetta og NÚNA sé það í alvöru :P

En þetta kemur allt hjá þér snillingurinn þinn :)

Baldvin (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

Já, en núna ER það í alvöru! :)

Nei djók .... ætla að temja mér þolinmæði :)

Berglind Hermannsdóttir, 7.1.2012 kl. 17:02

3 identicon

Þetta verður allt í þessu fína hjá þér Berglind mín eins og venjulega.

Valgerður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband