6.jan

Þvílík himnasending sem þetta tölvufyrirbæri er!

Ég er núna búin að vera í 16 ár í sóla (VÁÁ!) og aldrei hef ég notað fartölvu í skólanum, jafnvel þó ég hafi alveg átt slíkt tryllitæki núna í 4 ár. Mér fannst bara aldrei neitt vit í því einhvernveginn, ekki spyrja mig afhverju.. Ég prófaði það hinsvegar í fyrsta sinn í morgun og nú sný ég ekki tilbaka! Ég gat skrifað niður næstum allt sem kennarinn sagði.. vááá.. og get reifað alla dóma sem hann reifar... vááá.. Ég blótaði sjálfri mér svoleiðis í sand og ösku þegar ég var að læra fyrir samningaréttarprófið með öllum þeim dómum sem þar voru að hafa ekki gert það þá. Það var semsagt það sem kollvarpaði þeirri hugmynd að ég hefði ekkert að gera við tölvu í skólanum. 

Jibbíjeyj... betra að fatta þetta seint en aldrei! 

Verst að ég legg bara ekki í að hjóla með tölvuna á bakinu/hliðinni (hliðartaska you see), þannig að það er bara að fórna 3 mín ca og labba! Ástæða þess að ég veigra mér við að hjóla er að tölvan mín er sko engin macbook air eða pro eða hvað þetta appledótarí nú heitir. Nei, þetta er sko alvöru tæki. Dell Inspiron.. og hún er stór.. og þung. Ég gæti í rauninni alveg eins ferðast með borðtölvuna ef við ættum ekki bara túbuskjá.   Ég myndi þessvegna bara detta á hliðina og það væri ekki gott fyrir morgunþreyttu Berglindi... issogsveinei..

Ég ætlaði nú varla að þora að labba með hana útí skóla í morgun enda hálla en í Skautahöllinni nýbónaðri.. jidúddamía.. en það hafðist og ég komst fram og tilbaka án þess svo mikið sem að detta einu sinni á leiðinni... Afrek!

 

Annars erum við boðin í pizzu a la mamma í kvöld.. fæ eiginglega bara vatn í munninn við að hugsa um það. Merkilegt hvað ég baka eftir sömu uppskrift en hennar er bara alltaf miklu betri en mín. Ég held hún sé kannski með í hyggju að opna pizzastað og vilji þessvegna ekki gefa mér upp eitthvað leyndarmál sem tengist pizzubakstrinum! Fylgist með henni í kvöld!

En til þess að ég komist í þetta pizzuát verð ég víst að þurrka slefið af hökunni, hysa upp um mig brækurnar og halda áfram að lesa (það er ERFITT!)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta, ég veit ekki hvar ég væri í náminum ef ekki væri fyrir tölvuna mína :D

Jóna (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 16:52

2 identicon

Ég hef einhvern veginn aldrei komist inní það að nota tölvu í tíma, kannski bara því ég vélrita svo hægt :/

Baldvin (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 23:02

3 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

I knooooow!

Berglind Hermannsdóttir, 6.1.2012 kl. 23:02

4 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

haha, Baldvin, við verðum að fara að taka þig í ritþjálfatíma.

Berglind Hermannsdóttir, 6.1.2012 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband