7.1.2013 | 19:58
háttatími!
Ég er búin að taka svo mikið af fínum myndum. En það ferst alltaf dálítið fyrir að setja þær alla leið inní tölvuna til að geta viðrað þær hér. Það kemur með kalda vatninu!
Fyrsti skóladagurinn í dag og herregud ... það er alveg að koma sumar er það ekki?
Nei, svo gott er það víst ekki.
Ég þakka hinsvegar mínum sæla fyrir að hafa ákveðið að skrifa ritgerðina í sumar. Ég er hreint ekki tilbúin að henda mér af jólafrísbakkanum og útí lærdómsdjúpu laugina :/
Nú stendur yfir kennsla að kenna ungviðinu að sofna sjálf. Það gengur bærilega, en henni er almennt meinilla við að fara að sofa. (Það var ástæðan fyrir þrælabúðunum að reyna að láta hana læra að sofna sjálf. Því hún var farin að hundskamma mann þegar hún átti að fara að sofa þó maður væri hjá henni og svæfði hana.)
Fyrstu dagarnir voru allverulega erfiðir. Sú stutta orgaði (að því er virtist) dögunum saman!
En svo þegar mamman loksins fattaði að leggja bangsa hjá henni skánaði það um helming. Ég held það sé það krúttlegasta sem ég veit. Hún verður að faðma bangsann sinn og fikta í honum og þá er allt í góðu.
Jæja, gott í bili, hún er farin að kalla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2013 | 10:39
Grautur útum allt!
Litla músin mín er orðin rúmlega 6 mánaða. Við erum búnar að vera að æfa okkur í því að borða síðan hún var rétt að verða 5 mánaða. Henni finnst sko ekkert varið í það. Klemmir bara varirnar og frussar út því litla sem fer inn.
Í morgun hinsvegar, eftir að hafa streðað við að reka mömmu sína á lappir heillengi, fékk hún hafragraut (sem hún fær alltaf á morgnanna) og hún kláraði næstum úr skálinni!! Það þarf lítið til að fylla þessar mömmur af stolti, en stolt var ég!
Nú er að vísu grautur útum ALLT. Allt höfuðið á henni fékk grautarslettur, hendurnar voru allar grautaðar (hún virðist standa í þeirri meiningu að hún verði að hjálpa mömmu sinni með skeiðina og jafnframt að til þess að gera það þurfi hún að halda um staðinn á skeiðinni sem fer uppí munn) og meira að segja augun og inni í eyrunum var grautað. Skipta þurfti um föt eftir herlegheitin og matarborðið hennar var auðvitað allt í graut. FJÖR FJÖR FJÖR!
Eníveijs..
Skólinn byrjar á mánudaginn. Ég hlakka ekki mikið til, satt best að segja dauðkvíði ég fyrir. En ástæðuna má finna í seinasta bloggi. Ég á erfitt með að hugsa mér að fara frá henni, fyrst til að fara í skólann og svo til að læra. Mig langar bara að dandalast með henni allan daginn! Vá, ég fæ bara tár í augun.
En ég ætla að einbeita mér að því að njóta næstu daga með henni. Slökkva á tölvunni (hún er sofandi núna, þá má það..) og knúsa hana extra mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2013 | 12:39
2013
2012 búið og kemur víst aldrei aftur.
Frábært ár og líka það stærsta í mínu lífi.
jan - maí fór aðallega í það að safna bumbu og reyna að ljúka 2. árinu með stæl. Hvorutveggja tókst ágætlega.
maí og fyrri hluta júní safnaði ég meiri bumbu og fór nánast daglega í sund. Veðrið var dásemd mér fannst lífið nánast fullkomið!
22.júní fullkomnaðist það hinsvegar þegar litla daman mín mætti í heiminn. Allt hefur gengið eins og í lygasögu með hana, það hefur næstum allt gengið fullkomlega. (Þetta er samt það erfiðasta sem ég hef gert). Þetta er líka það besta. Alveg skilyrðislaus ást og þetta er sú tegund af ást sem ég held að geti hreinlega flutt fjöll :) Hún er að stækka og fullorðnast svo hratt að mér finnst ég varla mega blikka augunum án þess að missa af einhverju mikilvægu augnabliki.
september - desember. Ji minn einasti. Fólk segir að það sé svo gott að eignast börn í námi því þá ráði maður tíma sínum sjálfur. Málið er bara að hjá mér þá fer bara allur tími sem ég hef í lærdóminn.. svona nánast. Þannig að þessi önn var heldur betur krefjandi. Baldvin í 50% vinnu og ég vildi auðvitað ekki missa af einni einustu stund með litlu dísinni minni. Þetta hafðist en seinasti eini og hálfu mánuðurinn fyrir próf var horror. Svo skelfilegt reyndar að ég kvíði því alveg hrikalega að þurfa að fara aftur í skólann á mánudaginn nk. Ef ég ætti alla heimsins peninga þá myndi ég bara taka núna hellings tíma í að vera bara heima og knúsa litlu dósina mína.
Það gerðist auðvitað allskonar annað skemmtilegt á árinu en þetta var svona það helsta.
Ég hef góða tilfinningu fyrir árinu sem nú er gengið í garð.
- Ég ætla auðvitað að halda áfram að reyna að vera hin fullkomna mamma (shoot for the stars right?)
- Við Baldvin ætlum að vera ótrúlega dugleg í að borða hollt og hreyfa okkur og vera rosa fit, flott og ánægð með okkur í sumar
- Við ætlum nefninlega að gifta okkur :)
Trúlofuðum okkur árið 2010 og ætluðum alltaf að bíða með að gifta okkur þangað til við ættum pening. Sáum hinsvegar fljótlega að það yrði ekki fyrr en einhverntíma seint og um síðir þannig að við ákváðum bara að gera þetta ódýrt. Viljum líka frekar eyða peningunum okkar í einhver ævintýri og lífið sjálft heldur en einn dag. En dúddamía hvað það kostar mikið að halda eina petit veislu!! Það er svo fljótt að telja að maður á erfitt með að trúa því fyrr en maður fer að telja þetta saman. Ég get samt heldur ekki hugsað mér að fara bara til sýsla og svo aftur heim. Þetta er jú eitthvað sem maður gerir bara einu sinni á ævinni og mig langar að gera þetta hinsegin þó það kosti örlítið meira. (Þó ég segi allsstaðar ég þá er það nú ekki svo að við séum að gera þetta allt eftir mínu höfði, við erum sem betur fer sammála í þessu flestu)
- Við ætlum líka í brúkaupsferð. Til NY. Gistum á frábæru hóteli á frábærum stað í (eflaust) frábærri borg. Ég kvíði reyndar örlítið fyrir þar sem litla skottan verður eftir heima :/ En ég hef enn nokkra mánuði til stefnu til að venjast tilhugsuninni.. (ekki einu sinni láta mig byrja að ræða um það þegar hún þarf að byrja á leikskóla.... ég get varla hugsað þá hugsun til enda)
- Svo ætla ég líka að útskrifast með BA gráðu í lögfræði. Ég ætla þó að fresta útskrift um nokkra mánuði frá upphaflega planinu. Hefði átt að útskrifast 22. júní (afmælisdagur Emilíu Emblu!) en ég ætla að skrifa ritgerðina bara í sumar og útskrifast í október. Þannig fæ ég að byrja í master næsta haust en get samt tekið þessa komandi önn aðeins léttar heldur en ella. Ritgerðin er nú ekki stór, 6 einingar, en það er samt hörkuvinna á bakvið hana og þar sem ég er enn alveg uppgefin eftir seinustu prófatörn ætla ég bara að leyfa mér að hlusta á sjálfa mig og gera þetta svona. Þó það þýði að sumarið verði kannksi ekki bara eintómur dans á rósum þá tel ég þetta vera bestu lausnina.
- Ég vona líka að ég fái vinnu í sumar. Það er víst ekki hlaupið að því..
En jæja, læt þetta gott heita í bili.
Ætla að reyna að vera dugleg að skrifa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2012 | 22:18
Hitt og þetta!
Hvað haldiði.. mín hunskaðist útað hlaupa í morgunsárið.
Var að byrja á C25K prógramminu. Hélt ég myndi deyja í hverju hlaupaskrefi en hélt mig við prógrammið og nokkuð sátt með mig! Ég hljóp meðfram Ægissíðu, hjá Litla-Skerjó. Á tímabili hugsaði ég "Ó guð, ég dett hér niður og enginn mun finna mig". En ég komst einhvernveginn í gegnum þetta og kom heil heim! Og mikið leið mér vel á eftir.
Við buðum svo gamla settinu í mat. Buðum uppá kjúllasúpu og skyrtertu í eftirrétt. Smakkaðist bara ansi vel þó ég segi sjálf frá. Afgangur og alles sem ég hlakka til að borða :)
Nú erum við að reyna að koma litlu músinni í einhverja rútínu. Við erum búin að vera í samtals klst að svæfa hana :/ Hún ætlar sko að fá að ráða þessu sjálf, það er nokkuð ljóst :p
Ætli ég fari ekki að leysa pabbann af í þessu jobbi áður en hann sofnar sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2012 | 13:44
Jæææja..
... já nú þarf maður að fara að segja jæja og sparka í rassinn á sjálfum sér. Haustið að koma með öllu því sem því fylgir. Alveg frá því á síðustu metrum meðgöngunnar og þangað til núna fyrir stuttu hef ég verið afskaplega löt við að elda og oftar en ekki hent í eitthvað ofur fljótlegt eða þá látið undan freistingu matsölustaðanna. Og það verður nú alveg að segjast eins og er að svoleiðis líferni fer hvorki vel með líkama, sál né veskið.
Þannig að núna er ég búin að vera að einbeita mér að því að finna skemmtilegar uppskriftir (var komin með ógeð á ÖLLU!) og gefa mér tíma í að dúlla mér í að elda. (Mig dreymir um stærra eldhús svona bæ ðe vei! )
Ég prófaði æðislegan fiskrétt í gær, einstaklega matarmikið og gott. Það varð hellings afgangur sem fær að bíða þangað til ég verð ein heima á fimmtudag. Það er öllu erfiðara að elda eitthvað mikið þegar litla blómið mitt kallar og ég er ein.
Svo er það annað. Á seinasta ári einsetti ég mér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012. Það fór nú ekki alveg svo enda gafst ekki mikill tími til æfinga sl 10 mánuði eða svo :) O þar sem ég get nánast ekki hlaupið að útidyrahurðinni eins og staðan er núna hefði ég ekki getað komist langt frá byrjunarreit. Þannig að nú er planið að byrja að æfa sig fyrir 10km á næsta ári!!
Ég held ég hafi nefninlega ekki mikinn tíma aflögu í vetur og tími þessvegna ekki að kaupa mér kort í rækt strax. Það tekur heillangan tíma að koma sér til og frá æfingastöðinni, mikið fljótlegra að skella sér bara út að skokka á einhverjum heppilegum tíma yfir daginn. Þannig að það er bara win-win! :)
Svo á ég líka Zumba í wii.. sem er alger snilld en ég hef verið eitthvða löt við að nýta mér. En núna horfir allt til betri vegar og ég hef hérmeð sparkað í rassinn á sjálfri mér!
(þetta eina stykki af kúlusukk og eina stykki af trompbita og þessar nokkru popcorners flögur sem rötuðu upp í munn og ofan í maga núna rétt áðan voru eitthvað að ruglast í ríminu.. en það þýðir ekkert að gráta yfir því heldur bara byrja NÚNA!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2012 | 10:32
Langt síðan síðast!
Það hefur ekki gefist mikill timi til bloggs seinustu vikurnar..
Aðalástæða þess er þessi hér:
Þessi fallega skotta kom í heiminn þann 22. júní. Hún er alger draumur og við foreldrarnir þreytumst ekki á að horfa á hana og dást að henni.
Ég viðurkenni þó fúslega að ég sakna svefns dálítið, en maður getur víst alltaf sofið seinna bara. Það sem ég fæ í staðinn er mun dýrmætara.. Bros frá þessu skotti getur t.d. lagað allt. :)
Ég er farin að kvíða því dálítið að byrja í skólanum og þurfa að fara frá henni og skilja hana eftir í pössun. Og svo er víst ekki nóg að mæta í skólann heldur þarf að eyða slatta tíma í lærdóm líka.. veit ekki alveg hvernig ég mun fara að þessu.
En eins og Erla sagði við mig "það er mun betra fyrir hana að eiga menntaða mömmu" - verð að reyna að hugsa þetta þannig þó það sé erfið tilhugsun að ég muni missa af hinu og þessu hjá henni. Skipulag hlýtur að vera lykillinn að þessu.
Á morgun fær hún fallega nafnið sitt. Nafnið er löngu ákveðið og ég get ekki beðið eftir að opinbera það og byrja að nota það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2012 | 18:03
Kærustupar
Við skötuhjúin erum búin að vera að einbeita okkur að því að nýta frídagana hans í eitthvað skemmtilegt. Það er nefninlega svo fjári auðvelt að gleyma sér bara og hanga allan daginn án þess svo mikið sem að stíga fæti útfyrir hússins dyr.
Í gærkvöldi var mér svo tilkynnt að ég ætti von á stefnumótadegi í dag.
Við sváfum heillengi, sem var auðvitað bara notó. Rifum okkur á fætur um hádegi og þá bauð hann mér í hádegismat á Ginger. Mikið lifandi skelfingar ósköp sem það var nú gott. Hef sjaldan, ef nokkurn tíma, orðið svona ánægð með mat af matsölustað! Svo ferskt og gott!
Svo fórum við á Klambratún með stóla og spiluðum og lásum. Ekkert smá notó!
Svo er hann núna að grilla fyrir mig. Ég ELSKA grill, gæti borðað grillmat allan daginn alla daga. VEI VEI VEI.
Svo fæ ég að velja sjónvarpsdagskránna í kvöld. Hann kann þetta karlinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2012 | 22:53
Elska þetta veður!
Svo ljúft líf í þessu veðri!
Við betri helmingurinn komum okkur út um 4 leytið og tókum langt og gott rölt um miðbæinn. Kíktum svo á Café París og fengum okkur nachos.. mmm hvað það var gott!
Svo var bara spreðað í pulsu í kvöldmat á Bæjarins Bestu og ís í desert.. voðalega ljúft líf.. verst bara að það kostar víst að lifa lífinu svona lifandi ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2012 | 11:50
Kjólamadness!
Jæja.. næturvaktavika hófst í gær. Altso, ekki hjá mér, heldur hinum helmingnum. Ég held svei mér þá að mér þyki það mun verra en honum :/
En ef ég æfi mig að hugsa eins og Pollýana þá er nú nokkuð ljóst að ég get prísað mig sæla að vera ekki að vinna kvöldvaktir á móti honum, þá sæi ég hann bara ekkert!
Ég keypti mér flík áðan - í fyrsta sinn í nokkur ár held ég bara sem ég kaupi mér fat á Íslandi afþví að mig langar í það en ekki afþví að ég mig nauðsynlega vantar það (svona eins og íþróttaföt, held það séu einu flíkurnar sem ég hef keypt mér seinustu árin hér á landi)..
Ég sá nefninlega á fésbókinni í gærkvöldi að Volcano var að selja 2 týpur af kjólum á útsölu (half off!) og mig hafði lengi langað í aðra þeirra. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og stillti vekjaraklukku til að mæta örugglega ekki of seint í búðina.
Þar sem ég svo sit yfir ristaða brauðinu í morgun, aftur á fésbókinni, rak ég augun í síðu Volcano. Kjóllinn í litnum sem mig langaði í var BÚINN!
Hvernig gat það nú gerst?! Hvernig gat hann klárast yfir nótt?!
Jú, það er víst netverslun sem ég vissi ekki af. 'Eg sendi rafpóst í flýti til þess að tryggja mér kjólinn í öðrum lit (3 litir í boði). Fæ svar um hæl að það sé ekki nóg og ég þurfi að millifæra inná reikning. Ég hleyp upp til handa og fóta og reyni að millifæra, en nei, þá bilar auðkennislykillinn minn! Ég rek upp heróp og vek Baldvin og ræðst inná heimabankann hans til að millifæra, ætlaði sko EKKI að láta kjólinn ganga mér úr greipum.
Loksins hafðist þetta!
Mætti samt á slaginu 11 (og lét grútsyfjaða karlinn skutla mér) og náði í kjólinn. Þá eru bara 2 eftir í litnum sem ég ætlaði síst að fá. En nei bíddu nú við, þessi litur var eiginlega bara flottastur. Ég treð mér á milli brjálaðra útsölukellinga (og eins karls reyndar sem var að leita að þessum sama bláa og ég vildi fyrst og var jafn skúffaður og ég þegar hann komst að því að hann væri uppseldur) og rígheld í annan af þessum 2 kjólum í "sísta litnum". Elti afgreiðslukonuna útum alla búð (vorkenndi henni alveg pínu enda var hún bara ein og ég veit vel hvernig það er þegar konur eru að versla eitthvað á útsölu!) og fékk loksins í gegn að ég væri komin að ná í kjól sem ég ætlaði ekki að fá heldur ætlaði ég að fá þennan sem ég héldi á í staðinn. Sem betur fer var það ekkert mál og nú er kjóllinn loksins kominn heim!
Annars á karlanginn afmæli á morgun. Hann er alltaf að reyna að vera svo miklu eldri en ég - en ég dreg á hann eftir mánuð.. :)
Annars ætla ég að fara að sturta mig eftir þennan æsilega eltingaleik við kjólinn. Svo ætla ég út í daginn!
... og JÁ! má ekki gleyma mikilvægustu fréttinni maður minn.. ég eignaðist nefninlega risasætan frænda á laugardaginn var. Ég þarf að fara að minna hann á hver er uppáhaldsfrænka hans. Hann hefur nefninlega bara hitt hana einu sinni! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2012 | 21:31
Fór á deit!
Var að koma af deiti.
Og engu venjulegu deiti. Heldur með fjallmyndarlegasta, bestasta, fyndnasta og yndislegasta manni bæði norðan og sunnan Alpafjalla.
Já.. geri nú aðrir betur!
Við keyrðum eftir þjóðvegi 1 alla leið til Hveragerðis (úff, við erum svo villt!) og tyllltum okkur þar á Hoflandssetrið og fengum okkur pizzu. Ég ætla aðeins að rifja upp hvernig pöntunin okkar var
Fröken: "eruði tilbúin að panta?"
Berglind: "já, er það ekki bara?"
Baldvin: "jú, ég held það bara"
Berglind: "hvað eru pizzurnar stórar?"
Fröken: "9", 12", 16" "
Berglind: "Og hvað er fólk svona almennt að fá sér?"
Fröken: "venjulega fær fólk sér svona 9" ef það er bara að panta fyrir einn"
Berglind: "okei, Baldvin hvað ætlar þú að fá þér?"
Baldvin: "12" "
Berglind: "ok, ég lika þá, ég ætla að fá 12" pizzu nr 16"
Baldvin: "já, ég líka bara"
Berglind: "já, og 9" hvítlauksbrauð"
Fröken: "okei"
10 mín síðar.... pizzan kemur...
Berglind & Baldvin: " omg"
30 mín síðar og hvort um sig búið með 3 sneiðar og 2 hvítlauksbrauðssneiðar. (Það þýðir að eftir urðu 2 hvítlauksbrauðssneiðar og alls 10 pizzusneiðar)
Berglind & Baldvin afvelta á leið heim úr Hveragerði með pizzu í 2 kössum meðferðis...
Endir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)