4.1.2013 | 10:39
Grautur útum allt!
Litla músin mín er orðin rúmlega 6 mánaða. Við erum búnar að vera að æfa okkur í því að borða síðan hún var rétt að verða 5 mánaða. Henni finnst sko ekkert varið í það. Klemmir bara varirnar og frussar út því litla sem fer inn.
Í morgun hinsvegar, eftir að hafa streðað við að reka mömmu sína á lappir heillengi, fékk hún hafragraut (sem hún fær alltaf á morgnanna) og hún kláraði næstum úr skálinni!! Það þarf lítið til að fylla þessar mömmur af stolti, en stolt var ég!
Nú er að vísu grautur útum ALLT. Allt höfuðið á henni fékk grautarslettur, hendurnar voru allar grautaðar (hún virðist standa í þeirri meiningu að hún verði að hjálpa mömmu sinni með skeiðina og jafnframt að til þess að gera það þurfi hún að halda um staðinn á skeiðinni sem fer uppí munn) og meira að segja augun og inni í eyrunum var grautað. Skipta þurfti um föt eftir herlegheitin og matarborðið hennar var auðvitað allt í graut. FJÖR FJÖR FJÖR!
Eníveijs..
Skólinn byrjar á mánudaginn. Ég hlakka ekki mikið til, satt best að segja dauðkvíði ég fyrir. En ástæðuna má finna í seinasta bloggi. Ég á erfitt með að hugsa mér að fara frá henni, fyrst til að fara í skólann og svo til að læra. Mig langar bara að dandalast með henni allan daginn! Vá, ég fæ bara tár í augun.
En ég ætla að einbeita mér að því að njóta næstu daga með henni. Slökkva á tölvunni (hún er sofandi núna, þá má það..) og knúsa hana extra mikið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.