24.8.2012 | 22:18
Hitt og þetta!
Hvað haldiði.. mín hunskaðist útað hlaupa í morgunsárið.
Var að byrja á C25K prógramminu. Hélt ég myndi deyja í hverju hlaupaskrefi en hélt mig við prógrammið og nokkuð sátt með mig! Ég hljóp meðfram Ægissíðu, hjá Litla-Skerjó. Á tímabili hugsaði ég "Ó guð, ég dett hér niður og enginn mun finna mig". En ég komst einhvernveginn í gegnum þetta og kom heil heim! Og mikið leið mér vel á eftir.
Við buðum svo gamla settinu í mat. Buðum uppá kjúllasúpu og skyrtertu í eftirrétt. Smakkaðist bara ansi vel þó ég segi sjálf frá. Afgangur og alles sem ég hlakka til að borða :)
Nú erum við að reyna að koma litlu músinni í einhverja rútínu. Við erum búin að vera í samtals klst að svæfa hana :/ Hún ætlar sko að fá að ráða þessu sjálf, það er nokkuð ljóst :p
Ætli ég fari ekki að leysa pabbann af í þessu jobbi áður en hann sofnar sjálfur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.