Jæææja..

... já nú þarf maður að fara að segja jæja og sparka í rassinn á sjálfum sér. Haustið að koma með öllu því sem því fylgir. Alveg frá því á síðustu metrum meðgöngunnar og þangað til núna fyrir stuttu hef ég verið afskaplega löt við að elda og oftar en ekki hent í eitthvað ofur fljótlegt eða þá látið undan freistingu matsölustaðanna. Og það verður nú alveg að segjast eins og er að svoleiðis líferni fer hvorki vel með líkama, sál né veskið. 

Þannig að núna er ég búin að vera að einbeita mér að því að finna skemmtilegar uppskriftir (var komin með ógeð á ÖLLU!) og gefa mér tíma í að dúlla mér í að elda. (Mig dreymir um stærra eldhús svona bæ ðe vei! ) 
Ég prófaði æðislegan fiskrétt í gær, einstaklega matarmikið og gott. Það varð hellings afgangur sem fær að bíða þangað til ég verð ein heima á fimmtudag. Það er öllu erfiðara að elda eitthvað mikið þegar litla blómið mitt kallar og ég er ein. 

 

Svo er það annað. Á seinasta ári einsetti ég mér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012. Það fór nú ekki alveg svo enda gafst ekki mikill tími til æfinga sl 10 mánuði eða svo :) O þar sem ég get nánast ekki hlaupið að útidyrahurðinni eins og staðan er núna hefði ég ekki getað komist langt frá byrjunarreit. Þannig að nú er planið að byrja að æfa sig fyrir 10km á næsta ári!! 

Ég held ég hafi nefninlega ekki mikinn tíma aflögu í vetur og tími þessvegna ekki að kaupa mér kort í rækt strax. Það tekur heillangan tíma að koma sér til og frá æfingastöðinni, mikið fljótlegra að skella sér bara út að skokka á einhverjum heppilegum tíma yfir daginn. Þannig að það er bara win-win! :)
Svo á ég líka Zumba í wii.. sem er alger snilld en ég hef verið eitthvða löt við að nýta mér. En núna horfir allt til betri vegar og ég hef hérmeð sparkað í rassinn á sjálfri mér!
(þetta eina stykki af kúlusukk og eina stykki af trompbita og þessar nokkru popcorners flögur sem rötuðu upp í munn og ofan í maga núna rétt áðan voru eitthvað að ruglast í ríminu.. en það þýðir ekkert að gráta yfir því heldur bara byrja NÚNA!)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband