Langt síðan síðast!

Það hefur ekki gefist mikill timi til bloggs seinustu vikurnar..

Aðalástæða þess er þessi hér:

IMG_7773 

Þessi fallega skotta kom í heiminn þann 22. júní. Hún er alger draumur og við foreldrarnir þreytumst ekki á að horfa á hana og dást að henni.

Ég viðurkenni þó fúslega að ég sakna svefns dálítið, en maður getur víst alltaf sofið seinna bara. Það sem ég fæ í staðinn er mun dýrmætara.. Bros frá þessu skotti getur t.d. lagað allt. :)

Ég er farin að kvíða því dálítið að byrja í skólanum og þurfa að fara frá henni og skilja hana eftir í pössun. Og svo er víst ekki nóg að mæta í skólann heldur þarf að eyða slatta tíma í lærdóm líka.. veit ekki alveg hvernig ég mun fara að þessu.

En eins og Erla sagði við mig "það er mun betra fyrir hana að eiga menntaða mömmu" - verð að reyna að hugsa þetta þannig þó það sé erfið tilhugsun að ég muni missa af hinu og þessu hjá henni. Skipulag hlýtur að vera lykillinn að þessu.

Á morgun fær hún fallega nafnið sitt. Nafnið er löngu ákveðið og ég get ekki beðið eftir að opinbera það og byrja að nota það!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband