Kærustupar

Við skötuhjúin erum búin að vera að einbeita okkur að því að nýta frídagana hans í eitthvað skemmtilegt. Það er nefninlega svo fjári auðvelt að gleyma sér bara og hanga allan daginn án þess svo mikið sem að stíga fæti útfyrir hússins dyr.

Í gærkvöldi var mér svo tilkynnt að ég ætti von á stefnumótadegi í dag.

Við sváfum heillengi, sem var auðvitað bara notó. Rifum okkur á fætur um hádegi og þá bauð hann mér í hádegismat á Ginger. Mikið lifandi skelfingar ósköp sem það var nú gott. Hef sjaldan, ef nokkurn tíma, orðið svona ánægð með mat af matsölustað! Svo ferskt og gott!

IMG_5112

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5114

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fórum við á Klambratún með stóla og spiluðum og lásum. Ekkert smá notó!

IMG_5115 

 

Svo er hann núna að grilla fyrir mig. Ég ELSKA grill, gæti borðað grillmat allan daginn alla daga. VEI VEI VEI.

Svo fæ ég að velja sjónvarpsdagskránna í kvöld. Hann kann þetta karlinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég skal segja ykkur það, þetta er ekkert smá dekur.

Valla (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:46

2 identicon

Já þetta varð bara rosa góður dagur :)

Baldvin (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband