18.6.2012 | 18:03
Kærustupar
Við skötuhjúin erum búin að vera að einbeita okkur að því að nýta frídagana hans í eitthvað skemmtilegt. Það er nefninlega svo fjári auðvelt að gleyma sér bara og hanga allan daginn án þess svo mikið sem að stíga fæti útfyrir hússins dyr.
Í gærkvöldi var mér svo tilkynnt að ég ætti von á stefnumótadegi í dag.
Við sváfum heillengi, sem var auðvitað bara notó. Rifum okkur á fætur um hádegi og þá bauð hann mér í hádegismat á Ginger. Mikið lifandi skelfingar ósköp sem það var nú gott. Hef sjaldan, ef nokkurn tíma, orðið svona ánægð með mat af matsölustað! Svo ferskt og gott!
Svo fórum við á Klambratún með stóla og spiluðum og lásum. Ekkert smá notó!
Svo er hann núna að grilla fyrir mig. Ég ELSKA grill, gæti borðað grillmat allan daginn alla daga. VEI VEI VEI.
Svo fæ ég að velja sjónvarpsdagskránna í kvöld. Hann kann þetta karlinn!
Athugasemdir
ég skal segja ykkur það, þetta er ekkert smá dekur.
Valla (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:46
Já þetta varð bara rosa góður dagur :)
Baldvin (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.