18.4.2012 | 09:05
STRONGER
Ég get svo svarið það að ég geri ekki annað en að strika daga útaf dagatalinu mínu sem hangir hérna fyrir ofan tölvuna á skrifborðinu mínu. Dagarnir gjörsamlega fljúga í burtu frá mér. Ég er alveg hætt að botna í þessu..
Hinsvegar verð ég að líta á björtu hliðarnar, því fleiri daga sem ég strika yfir, því færri eru í sumarfrí. Í dag eru bar 3 vikur (og meirað segja aðeins skemur, mínus 1 dagur).
Ef það er ekki ástæða til að fagna þá veit ég ekki hvað.
Fyrsta prófið er eftir 9 daga.. jiiminneinasti. Svo stutt en samt svo langt!
Þetta veður er alveg yndislegt. Elska að vakna í sól og blíðu. Er ekki bara spurning um að skella sér í sund í læripásu á eftir? Þa ´eld ég nú!
En svona eitt fyrir ykkur sem eruð ekki að læra (og auðvitað fyrir ykkur sem eruð að læra en langar að hrista aðeins upp í þessu)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.