4.3.2012 | 22:21
4.mars
Ég gleymdi víst að segja frá því í seinasta bloggi að við Baldvin keyptum okkur bæði nýj síma. 2 splunkunýir, alveg eins snjallsímar sem ég kann ekkert á! Mér finnst hann samt snilld Hann tekur ofsa fínar myndir, sendir ofsa fín sms og hringir ofsa fín símtöl. Hvað meira getur maður beðið um? Ég veit ekki hvað það ætti að vera, en hann getur samt gert ofsa margt annað en ég á eftir að læra betur á það eins og ég segi ..
Stundum kann ég ekki alveg að svara honum, stundum sé ég ekki að það sé verið að hringja í mig og stundum hef ég ekki hugmynd um að ég sé komin með sms. En það hlýtur að lærast
Nú loksins veit ég hvað app er, (en ekki kann ég að nota svoleiðis)
Baldvin er á myndinni einmitt að nota eitthvað stjörnuapp. Voðalega nýaldarlegt!
Svo má líka sjá á myndinni DEMO ljósið sem við fengum í jólagjöf frá tengdó. Ofsa fínt og notó
Helgin er annars búin að vera ofsalega góð hjá okkur skötuhjúunum.
Í gærkvöldið höfðum við það kósý og spiluðum friends spilið:
Alger snilld! Gamalt spil sem ég hef spilað svona ca 2x á ævinni. En við Hildur keyptum okkur það saman á sínum tíma.
Í dag fórum við svo í Kringluna til að kaupa afmælisgjöf handa tengdó
Keyptum okkur Jóa Fel klatta. Yndislega góðir og það er bara ekki hægt að standast það að fá sér þá öðru hvoru Það má líka svona á sunnudegi!
Fórum svo í kvöld í mat til tengdó. Alveg dýrindis veisla .. mmm.. er enn pakksödd!
Uppfyllingarefni helgarinnar var svo auðvitað lærdómurinn, hann hangir yfir manni næstu 2 mánuðina (jiii hvað það er stutt!)
Þarna má sjá "skrifstofuna" okkar. Erum mun meira þarna en heima hjá okkur. Voða notó bara orðið. Get þó ekki sagt að ég muni fá fráhvarfseinkenni í sumar
Við höfum það prinsipp að læra ekki á kvöldin (nema þá í versta falli í prófatörnum, en helst ekki þá heldur).
Ég set mér alltaf fyrir, að lesa X margar bls á dag t.d. Merkilegt hvað seinustu bls verða alltaf margfalt hæglesnari en þær fyrstu. Líka heilmikil áskorun að vera að læra fyrir framan tölvu, hún vill gleypa athyglina hjá manni, maður þarf bara aaaaaaaaaðeins að gera hitt og aaaaaaaaðeins að gera þetta.
Alltaf einkar ánægjulegt að sjá þetta birtast þegar maður flettir á seinustu baðsíður dagsins:
Ætla að láta þetta vera lokaorðin í dag
P.s. er ekki snilld að hafa svona fínan myndavélasíma og geta vippað upp myndavélinni hvar sem er?! Þa´eld ég nú!
Athugasemdir
Voðalega er þetta hagkvæmt hjá þér að slá tvær flugur í einu höggi með fyrstu myndinni :P
Baldvin (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.