3.mars

Ég get verið svo ferlega langrækin stundum - klárlega einn af mínum helstu göllum.

Held það sé aðallega útaf því að mér getur ekki verið bara sama um það sem fólk segir eða gerir. Þarf alltaf að halda að ég geti bjargað og breytt heiminum. En, það er víst ekki hægt að breyta fólki. Maður stjórnar víst bara sjálfum sér og sínum eigin gjörðum.
Þoli bara ekki hvað fólk getur verið dónalegt stundum og tillitslaust.

Það er sko hægara sagt en gert að láta svona fólk eiga sig og láta það sem það segir sem vind um eyru þjóta.  Held ég myndi ekki höndla frægð neitt voðalega vel nema þá að ég læri að láta mér vera alveg sama. (ekki það að ég hafi nokkurn áhuga á frægð fyrir mína parta) 

 

Verst finnst mér þó að ég er alltaf að reyna að vera eins kurteis, vinaleg og hjálpleg og ég mögulega get, verst að maður fær það sko ekki alltaf borgað til baka, oft fær maður einungis bara skítuga tusku í andlitið í staðinn. 

 

Já, fólk getur svo sannarlega verið algert fífl stundum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband