10.1.2012 | 20:17
10.jan
Það er fiskidagur í dag... húsbóndinn er að skræla kappellunnar og svo skal étið!
Ég hef ekkert alltof gaman að svona fiskidögum, en þeir eru víst nauðsynlegir
Það er bölvað rokrassgat úti, svo mikið að ekki er hægt að ráða við hurðar né eitt eða neitt. Meira að segja fæturnar á mér fuku næstum undan mér áðan!
Ég var áðan að lesa við diskóljós, ljósin blikkuðu sí og æ.. það gerir þetta bara skemmtilegra. Ég meira að segja fann borðið inni á lesstofu hristast..
En svo lengi sem ég þarf ekki að vera úti í þessari vitleysu þá er þetta bara kósý .. er það ekki?
Athugasemdir
Þetta er nefnilega bara kósý :) En tveir fiskdagar í röð eru pushing it :P
Baldvin (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.