1. jan

Ég kann svo mikið að meta þetta jólafrí!

Elska að kúrast, lesa, spila, horfa á sjónvarpið og hitta fólk! Ég væri til í að gefa ansi rausnarlega upphæð fyrir aðeins lengra frí

 

Gamlárskvöld var voða notó. Við Baldvin vorum uppi á Bakkastöðum framyfir miðnætti og heimsóttum svo Þverholtið á leiðinni heim. Var orðin alveg úrvinda þegar ég lagðist upp í rúmið um hálf 4. Ég er svo mikil partýpía!

Við fengum dýrindis kalkún í matinn og dýrindis eftirrétt, namminamm..
Eftir matinn fóru öll hreystimenni eldri en 6 ára út og kveikt var í nokkrum frakettum - ég hélt mig nú í góðri fjarlægð og lét mér nægja að taka myndir.

IMG_4816 

sætar systur með stjörnuljós

IMG_4817 

fallegi Baldvin

IMG_4818 

blysaður..

IMG_4826 

Eina mynd kvöldsins af okkur saman

 

Í kvöld vorum við svo boðin í Nýársmat til mömmu og pabba, úrbeinað lambalæri. Váá hvað það var gott! Og við fengum meira að segja afganga til að taka með heim, ég sit bara hérna slefandi hugsandi um það sem bíður mín á morgun!

En þetta er komið gott í bili.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband