29.12.2011 | 22:04
29.des
Ég er alveg hrikalega léleg í að standa við bloggloforð!
Ég held að vandamálið felist aðallega í því að ég hef voðalega lítið fréttnæmt að segja.. Mér finnst fátt skemmtilegra en að lesa skemmtileg blogg en ég myndi ekki flokka mitt blogg í þann flokk.. Ekki hingað til allavegana.. Kannski breytist það bráðlega
Eins og allir þeir sem staddir voru í Reykjavík í nótt/dag vita auðvitað af öllum snjónum sem þekur göturnar.. Við lentum aldeilis í honum í nótt. Það þurfti að ýta og moka til skiptis langleiðina heim, en með hjálp góðra vina tókst það nú bara ágætlega.
Annars eru jólin búin að vera yndisleg, fríið alveg þýtur hjá án þess að ég fái nokkru um það ráðið. Væri alveg til í heljarins helling af jólafríi í viðbót. Þetta er svo mikið ljúft líft!
mmmm hamborgarhryggurinn svo ofsa ofsa góður!
Ég fékk fullt af frábærum gjöfum og myndi sko monta mig af þeim öllum ef ég væri alvöru monthani! ... okok, sem ég er!
Ég fékk t.d. :
- volcano kápu, 66°N vettlinga og húfu, Brakið e Yrsu (sem ég er búin með, mæli með henni), uppskriftarbók, stálpönnu og gjafabréf!
- ofsa ofsa flott veski, jógamottu og æðislegt body lotion
- svaka fínar skálar og ofsa flott fat til að geta loksins borið matinn fram á einhverju fínu
- leðurhanska
- sósuskál, bakka allskonar og pizzuskera
- konfekt
- spil
- bíómiða
Ég held (og vona) að ég sé ekki að gleyma neinu, en ef svo er er það ekki vegna þess að það var of ómerkilegt heldur bara vegna þess að ég er orðin svo sybbin!
Ein mynd af fínu fínu volcano kápunni minni, húfunni og vettlingunum
svo ofsa ofsa fínt og fallegt!
Annars hefur letin að mestu ráðið ríkum á okkar bæ. Baldvin hefur reyndar ekki staðið sig jafnvel í letinni og ég og hefur verið að stússast allskonar, enda leitin að öðrum eins dugnaðarfork. Hann er á fullu að undirbúa BS verkefnið sitt og svo er hann búinn að vera að taka aukavaktir í vinnunni.
Svo er hann svo yndislega duglegur að stjana við mig þegar hann er að heima að ég er hálf hrædd um að hann fái bara enga hvíld í þessu fríi!
Ætla að skella inn einni mynd af jólunum okkar heima svona áður en ég slútta þessu. Krúttlega jólatréð okkar og stóru pakkarnir!
Þangað til næst!
Athugasemdir
Skemmtilegt :) Svo verðuru að vera dugleg að blogga :D
Baldvin (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.