Bugun... ekki brot

Þegar maður er búinn að læra eins og hestur og það klúðrast samt eitthvað, þá er það hreinlega óþolandi.
Var rétt í þessu að ljúka prófi sem ég var nokkuð jákvæð fyrir, festist í einhverri vitleysu og er þar af leiðandi nett fúl núna... Það er bara svooooo ósanngjarnt.

Það á eftir að taka mig smá tíma að jafna mig á þessu Crying

 

Undir lokin á prófinu lenti ég í einhverju vistunar-veseni. Hringi eins og vitleysingur í Baldvin sem var í skólanum. Eftir 9 missed calles svarar hann loksins. Leiðbeinir mér eitthvað í gegnum símann og ég ekki að skilja neitt... kveð hann með grátstafinn í kverkunum. 2 mínútum seinna er karlinn bara kominn til að athuga þetta. Hann var að vísu nær dauða en lífi og jafn blautur og hann hefði verið hefði hann synt heim.. svo hratt var hlaupið...

... Langbestur InLove

 

Svo á ég líka svo góða mömmu og svo góðan pabba. Vá hvað þau eru æðisleg...Grin

 

Jæja... tilfinningarússíbaninn búinn í bili...

 

Ætla að kíkja á Borgríki í kvöld, hlakka til að sjá hana...

 Svo eiga 3 uppáhöld afmæli á næstu dögum. Matthías 4 ára og Daníel og Jóhanna 2 ára. Ætli ég skundi ekki af stað í leiðangur núna og reyni að finna eitthvað sniðugt til að gleðja þau. Wink Svoddan krútt sem þau eru.
Einstaklega vel heppnuð eintök...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langbest! ↑ :)

Baldvin (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband