Hámark og harðfiskur

Sit kampakát fyrir framan  (eða aftan - ef við gerum ráð fyrir því að þú, lesandi góður ert hinum megin við skjáinn horfandi á mig) skólabækurnar!

... ástæðan??

Jú, einfaldlega sú að mér líður svo vel. Mér líður vel í húðinni og skrokknum, allt mér að þakka! Allt því að þakka að ég hef náð að druslast í ræktina heilmikið undanfarið. Ég finn vöðvana alla vera að taka við sér og mikið lifandi skelfingar ósköp er það nú góð tilfinning. Ég borða hollt og passlega. Ég er einfaldlega bara með´etta!!. (Án þess að hljóma eins og argasti hrokagikkur)

Það er bara þannig að ég þekki báðar hliðar teningsins. Ég þekki það að finnast VONLAUST að halda í þennan lífstíl. Sjá bara kg hrannast upp og vera þarafleiðandi hrikalega ósáttur með sjálfan sig, allan daginn, alla daga. Og það er sko ekki líf sem ég vil lifa! Að vera ósátt við þá manneskju sem ég sit uppi með allt mitt líf. Það er auðvitað bara glatað!
Það er erfitt að koma sér af stað. En það MARGborgar sig! Og það skemmtilega er að það er bara frekar fljótt að borga sig. Og svo er líka mikilvægt að muna að það er aldrei of seint.

 Ekki að ég sé að segja að ég sé einhver fitness-master. Nei nei nei, því fer nú fjarri! En mér líður vel þegar ég er búin að gera æfingarnar mínar. Mér líður vel þegar svitinn brýst út. Mér líður vel þegar ég næ varla andanum eftir spretti. Og mér líður ólýsanlega vel þegar endorfínið flæðir eftir æfingu. Mér finnst eins og ég geti sigrað heiminn! 

.... já, kallið mig bara dramadrottningu, það lýsir mér ágætlega Cool

 En... aðalatriðið er að ég og vinur minn, hann Stjáni blái, við erum bara alls ekkert það ólík. Raðandi í okkur spínati og með þessa fínu múskla!

Stjani

 

.. Ég er samt ekki svona reið!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært. Þú ert svo dugleg og ég er svo ótrúlega stoltur af þér! :)

Baldvin (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband