Færsluflokkur: Bloggar

9. jan

Ég er að reyna að garpast í gegnum lesefnið fyrir morgundaginn... það myndi auðvelda það heilmikið að vera ekki svona löt.

 

Talandi um leti.. ég verð að fara að rífa mig upp á rassinum og fara að koma mér í ræktina. Þegar maður er dottinn úr rythmanum er samt svo erfitt að koma sér í hann aftur.. Mitt mottó seinustu daga er búið að vera "ég fer á morgun!" ... og það sem gerir þetta enn erfiðara er að ég þarf að endurnýja kortið mitt og ég held að bankabókin verði ekki sátt eftir það (og ekki viljum við nú reyta hana til reiði, nei nei)

 

En, nú segi ég það og skrifa - á miðvikudaginn fer ég í ræktina og ekkert múður (ef ég fer ekki á morgun þ.e.)

 

 


7.jan

Mér finnst svolítið að það að vera í skóla sé svolítið eins og að læra að synda. Nema hvað, á hverri önn þarf maður að byrja uppá nýtt að læra það.

Ef ég á að reyna útskýra betur þá finnst mér alltaf í byrjun annar að ég sé að drukkna og að ég skilji ekki baun í bala og að ég muni aldrei skilja efnið, svo svona smám saman fer ég að fatta og skilja og svo undir lok annarinnar er maður að lesa þetta í 3.-4. sinn og kann textann næstum utanað...

.. En svo byrjar maður alltaf frá byrjun í byrjun hverrar annar.

Og nú finnst mér þetta sérstaklega slæmt! (mér finns tþað reyndar alltaf sérstaklega slæmt)... en núna erum við að tala um viðfangsefni sem ég hef aldrei á ævinni haft neinn áhuga eða neina vitneskju um. Námsefnið er ekki skýrt og það byrjar sko ekki á byrjuninni... Mér finnst það svindl!

 

kvartikvart

 


6.jan

Þvílík himnasending sem þetta tölvufyrirbæri er!

Ég er núna búin að vera í 16 ár í sóla (VÁÁ!) og aldrei hef ég notað fartölvu í skólanum, jafnvel þó ég hafi alveg átt slíkt tryllitæki núna í 4 ár. Mér fannst bara aldrei neitt vit í því einhvernveginn, ekki spyrja mig afhverju.. Ég prófaði það hinsvegar í fyrsta sinn í morgun og nú sný ég ekki tilbaka! Ég gat skrifað niður næstum allt sem kennarinn sagði.. vááá.. og get reifað alla dóma sem hann reifar... vááá.. Ég blótaði sjálfri mér svoleiðis í sand og ösku þegar ég var að læra fyrir samningaréttarprófið með öllum þeim dómum sem þar voru að hafa ekki gert það þá. Það var semsagt það sem kollvarpaði þeirri hugmynd að ég hefði ekkert að gera við tölvu í skólanum. 

Jibbíjeyj... betra að fatta þetta seint en aldrei! 

Verst að ég legg bara ekki í að hjóla með tölvuna á bakinu/hliðinni (hliðartaska you see), þannig að það er bara að fórna 3 mín ca og labba! Ástæða þess að ég veigra mér við að hjóla er að tölvan mín er sko engin macbook air eða pro eða hvað þetta appledótarí nú heitir. Nei, þetta er sko alvöru tæki. Dell Inspiron.. og hún er stór.. og þung. Ég gæti í rauninni alveg eins ferðast með borðtölvuna ef við ættum ekki bara túbuskjá.   Ég myndi þessvegna bara detta á hliðina og það væri ekki gott fyrir morgunþreyttu Berglindi... issogsveinei..

Ég ætlaði nú varla að þora að labba með hana útí skóla í morgun enda hálla en í Skautahöllinni nýbónaðri.. jidúddamía.. en það hafðist og ég komst fram og tilbaka án þess svo mikið sem að detta einu sinni á leiðinni... Afrek!

 

Annars erum við boðin í pizzu a la mamma í kvöld.. fæ eiginglega bara vatn í munninn við að hugsa um það. Merkilegt hvað ég baka eftir sömu uppskrift en hennar er bara alltaf miklu betri en mín. Ég held hún sé kannski með í hyggju að opna pizzastað og vilji þessvegna ekki gefa mér upp eitthvað leyndarmál sem tengist pizzubakstrinum! Fylgist með henni í kvöld!

En til þess að ég komist í þetta pizzuát verð ég víst að þurrka slefið af hökunni, hysa upp um mig brækurnar og halda áfram að lesa (það er ERFITT!)

 

 


1. jan

Ég kann svo mikið að meta þetta jólafrí!

Elska að kúrast, lesa, spila, horfa á sjónvarpið og hitta fólk! Ég væri til í að gefa ansi rausnarlega upphæð fyrir aðeins lengra frí

 

Gamlárskvöld var voða notó. Við Baldvin vorum uppi á Bakkastöðum framyfir miðnætti og heimsóttum svo Þverholtið á leiðinni heim. Var orðin alveg úrvinda þegar ég lagðist upp í rúmið um hálf 4. Ég er svo mikil partýpía!

Við fengum dýrindis kalkún í matinn og dýrindis eftirrétt, namminamm..
Eftir matinn fóru öll hreystimenni eldri en 6 ára út og kveikt var í nokkrum frakettum - ég hélt mig nú í góðri fjarlægð og lét mér nægja að taka myndir.

IMG_4816 

sætar systur með stjörnuljós

IMG_4817 

fallegi Baldvin

IMG_4818 

blysaður..

IMG_4826 

Eina mynd kvöldsins af okkur saman

 

Í kvöld vorum við svo boðin í Nýársmat til mömmu og pabba, úrbeinað lambalæri. Váá hvað það var gott! Og við fengum meira að segja afganga til að taka með heim, ég sit bara hérna slefandi hugsandi um það sem bíður mín á morgun!

En þetta er komið gott í bili.  


31.12.11

Mig langar alltaf að gera svona annála, segja hvað var efst á baugi í hverjum mánuði liðins árs. Ég hinsvegar man alltaf voðalega takmarkað eftir einstökum atburðum, nema þá helst utanlandsferðum eða einhverju ámóta stórfenglegu.. 

Ég ætla að reyna að standa mig betur árið 2012 og blogga meira og ég ætla meira að segja að reyna að halda dagbók!

 

Áramótaheit eru þau sömu og ég heiti sjálfri mér á nánast hverjum degi: Borða hollar, hreyfa mig meira, hætta að hafa áhyggjur af engu og njóta líðandi stundar.

 

Takk fyrir mig 2011, 2012 ég hlakka til að sjá þig!

 

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og vandamenn og takk fyrir öll gömlu og góðu árin

 

 


29.des

Ég er alveg hrikalega léleg í að standa við bloggloforð!

Ég held að vandamálið felist aðallega í því að ég hef voðalega lítið fréttnæmt að segja.. Mér finnst fátt skemmtilegra en að lesa skemmtileg blogg en ég myndi ekki flokka mitt blogg í þann flokk.. Ekki hingað til allavegana.. Kannski breytist það bráðlega

 

Eins og allir þeir sem staddir voru í Reykjavík í nótt/dag vita auðvitað af öllum snjónum sem þekur göturnar.. Við lentum aldeilis í honum í nótt. Það þurfti að ýta og moka til skiptis langleiðina heim, en með hjálp góðra vina tókst það nú bara ágætlega.

 

Annars eru jólin búin að vera yndisleg, fríið alveg þýtur hjá án þess að ég fái nokkru um það ráðið. Væri alveg til í heljarins helling af jólafríi í viðbót. Þetta er svo mikið ljúft líft!

IMG_4778 

mmmm hamborgarhryggurinn svo ofsa ofsa góður!

Ég fékk fullt af frábærum gjöfum og myndi sko monta mig af þeim öllum ef ég væri alvöru monthani! ... okok, sem ég er!

Ég fékk t.d. :

- volcano kápu, 66°N vettlinga og húfu, Brakið e Yrsu (sem ég er búin með, mæli með henni), uppskriftarbók, stálpönnu og gjafabréf!

- ofsa ofsa flott veski, jógamottu og æðislegt body lotion

- svaka fínar skálar og ofsa flott fat til að geta loksins borið matinn fram á einhverju fínu

- leðurhanska

- sósuskál, bakka allskonar og pizzuskera

- konfekt

- spil

- bíómiða

Ég held (og vona) að ég sé ekki að gleyma neinu, en ef svo er er það ekki vegna þess að það var of ómerkilegt heldur bara vegna þess að ég er orðin svo sybbin!

Ein mynd af fínu fínu volcano kápunni minni, húfunni og vettlingunum

IMG_4810

 

svo ofsa ofsa fínt og fallegt!

 

Annars hefur letin að mestu ráðið ríkum á okkar bæ. Baldvin hefur reyndar ekki staðið sig jafnvel í letinni og ég og hefur verið að stússast allskonar, enda leitin að öðrum eins dugnaðarfork. Hann er á fullu að undirbúa BS verkefnið sitt og svo er hann búinn að vera að taka aukavaktir í vinnunni.

Svo er hann svo yndislega duglegur að stjana við mig þegar hann er að heima að ég er hálf hrædd um að hann fái bara enga hvíld í þessu fríi! 

 

Ætla að skella inn einni mynd af jólunum okkar heima svona áður en ég slútta þessu. Krúttlega jólatréð okkar og stóru pakkarnir!  

IMG_4804 

 

Þangað til næst!

 

 


Bugun... ekki brot

Þegar maður er búinn að læra eins og hestur og það klúðrast samt eitthvað, þá er það hreinlega óþolandi.
Var rétt í þessu að ljúka prófi sem ég var nokkuð jákvæð fyrir, festist í einhverri vitleysu og er þar af leiðandi nett fúl núna... Það er bara svooooo ósanngjarnt.

Það á eftir að taka mig smá tíma að jafna mig á þessu Crying

 

Undir lokin á prófinu lenti ég í einhverju vistunar-veseni. Hringi eins og vitleysingur í Baldvin sem var í skólanum. Eftir 9 missed calles svarar hann loksins. Leiðbeinir mér eitthvað í gegnum símann og ég ekki að skilja neitt... kveð hann með grátstafinn í kverkunum. 2 mínútum seinna er karlinn bara kominn til að athuga þetta. Hann var að vísu nær dauða en lífi og jafn blautur og hann hefði verið hefði hann synt heim.. svo hratt var hlaupið...

... Langbestur InLove

 

Svo á ég líka svo góða mömmu og svo góðan pabba. Vá hvað þau eru æðisleg...Grin

 

Jæja... tilfinningarússíbaninn búinn í bili...

 

Ætla að kíkja á Borgríki í kvöld, hlakka til að sjá hana...

 Svo eiga 3 uppáhöld afmæli á næstu dögum. Matthías 4 ára og Daníel og Jóhanna 2 ára. Ætli ég skundi ekki af stað í leiðangur núna og reyni að finna eitthvað sniðugt til að gleðja þau. Wink Svoddan krútt sem þau eru.
Einstaklega vel heppnuð eintök...

 

 


hilsen

Ég hef ekki verið alveg nógu dugleg að drita hér inn einhverri speki..

 

 Það hefur verið svo mikið að gera en samt einhvernveginn ekkert að gera. Mjög skrítið.

 

Í dag erum við Baldvin búin að vera saman í 3,5 ár. Sem er alveg ágætis slatti. Mér finnst samt best hvað það er enn mikið eftir. Mikið sem ég elska þennan kút minn.

 

Ég er í vitlausri tölvu svo það eru engar myndir að hafa FootinMouth

 

 


Sunnudagsdugnaður

Ég náði að afkasta alveg heljarinnar helling í dag, svo ég monti mig nú aðeins.
Ég auðvitað lærði einhvern ágætis slatta.. og þar var ég svo heppin að hafa þetta útsýni:

stp62134.jpg

... Ekki amalegt!

 

Svo var þvottakarfan tekin og henni stútað!

Og svo það sem fylgir því, hengja upp og brjóta saman!

Svo biðu mín vikuinnkaupin!

Þar á eftir var skellt í hrökkbrauð, túnfiskssalat og orkukubba til þess að eiga í vikunni.. Verst að ég klikkaði á myndum af því! 

Og svo síðast en ekki síst! Þá eldaði ég lambahrygg í fyrsta sinn og hann heppnaðist svona líka svakalega vel... yummiii

img_4681.jpg

 

 

 

 

 

 

     img_4682.jpg

 

 

svo líka svo fallegur drengur sem situr að snæðingi með mér!

 

 

 

 

 

En jæja! Það hafðist að taka fleiri myndir. Þetta er allt að koma!

 

 

 

 

 


Hámark og harðfiskur

Sit kampakát fyrir framan  (eða aftan - ef við gerum ráð fyrir því að þú, lesandi góður ert hinum megin við skjáinn horfandi á mig) skólabækurnar!

... ástæðan??

Jú, einfaldlega sú að mér líður svo vel. Mér líður vel í húðinni og skrokknum, allt mér að þakka! Allt því að þakka að ég hef náð að druslast í ræktina heilmikið undanfarið. Ég finn vöðvana alla vera að taka við sér og mikið lifandi skelfingar ósköp er það nú góð tilfinning. Ég borða hollt og passlega. Ég er einfaldlega bara með´etta!!. (Án þess að hljóma eins og argasti hrokagikkur)

Það er bara þannig að ég þekki báðar hliðar teningsins. Ég þekki það að finnast VONLAUST að halda í þennan lífstíl. Sjá bara kg hrannast upp og vera þarafleiðandi hrikalega ósáttur með sjálfan sig, allan daginn, alla daga. Og það er sko ekki líf sem ég vil lifa! Að vera ósátt við þá manneskju sem ég sit uppi með allt mitt líf. Það er auðvitað bara glatað!
Það er erfitt að koma sér af stað. En það MARGborgar sig! Og það skemmtilega er að það er bara frekar fljótt að borga sig. Og svo er líka mikilvægt að muna að það er aldrei of seint.

 Ekki að ég sé að segja að ég sé einhver fitness-master. Nei nei nei, því fer nú fjarri! En mér líður vel þegar ég er búin að gera æfingarnar mínar. Mér líður vel þegar svitinn brýst út. Mér líður vel þegar ég næ varla andanum eftir spretti. Og mér líður ólýsanlega vel þegar endorfínið flæðir eftir æfingu. Mér finnst eins og ég geti sigrað heiminn! 

.... já, kallið mig bara dramadrottningu, það lýsir mér ágætlega Cool

 En... aðalatriðið er að ég og vinur minn, hann Stjáni blái, við erum bara alls ekkert það ólík. Raðandi í okkur spínati og með þessa fínu múskla!

Stjani

 

.. Ég er samt ekki svona reið!

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband