Færsluflokkur: Bloggar

Hjónabandssæla

Ég er við það að leggjast í lærdómsdvala, það er sá tímapunktur þar sem ALLT verður meira spennandi en að læra.

Ég var búin um 10 í skólanum og fór þá heim og skellti í vöffludeig og bakaði hjónabandssælu. 

img_20120330_121913.jpg

Hef aldrei prófað þetta áður en hlakka til að smakka til að vita hvernig til hefur tekist. Hún lítur allavegana ekkert illa út :) 

En mér er víst ekki til setunnar boðið, ég verð víst að ná að fara í gegnum eitthvað af þessum glósum sem bíða mín. Shocking

 

 


Ég er svaka sybb

 

Það var enginn skóli í dag (sem er alltaf jafn skemmtilegt!) og nú eru bara 3 skóladagar eftir, goodgod! 

6a00d83451e1f069e200e54f6577318833-800wi.jpg

Ekki það að það þýði eitthvað chill. Það þýðir það aðallega að ég get einbeitt mér að því að troða sem mestu af upplýsingum inn um annað eyrað og loka vel fyrir hitt á meðan svo vitneskjan sleppi nú ekki út. 

En já, loksins í dag fékk ég þessa kósý læristemningu í hjartað. Svo gott þegar það gerist. Þá næ ég einhvernveginn að einbeita mér að því sem ég er að lesa og bara njóta þess að dunda mér í því. Ekkert stress og ekkert panikk. Alltaf ljúft að vera laus við þann fjanda.

 

Við Baldvin keyptum okkur (belgískt)vöfflujárn í dag fyrir jólagjafapening og á morgun ætla ég að skella í nokkrar. 

belgian-waffle.jpg

 mmmm, þarf að skoða það að búa til svona súkkulaði. Þetta lítur mun betur út en sulta! namminamm!!

 


öööömó

Það eru ÞRÍR skóladagar eftir af þessari grábölvuðu önn. Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta  yfir því.

Er voðalega fegin að þetta fari að styttast en á hinn bóginn þá sé ég ekki hvernig ég fer að því að klára þetta. (kunnuglegt væl?)

 En skóladagurinn í dag var algert helv*... fyrst skóli frá 8:20-11:30, svo verkefnavinna til 15:00 svo verkefnatími til 17:00. 

Ég var semsagt bara að koma heim og er núna sest niður á lesstofunni og mín bíða nokkrar ólesnar blaðsíður. Ég get ekki sagt að ég sé hoppandi kát.

 

Fátt sem gæti bjargað geðheilsunni núna... nema kannski bragðarefur, súkkulaðirúsínur eða rice crispies!  ( en nei, ég fæ bara fiskbúðing...ullabjakk, jú og reyndar brokkolí :( )

 


öppdeit af deiti

Það var gaman á deiti! (skrifaði fyrst dieti - held það sé ekki jafn skemmtilegt... en hvað myndi Freud segja um þetta?)

Gæti alveg vanist svona útstáelsi Smile

  

 

Get... ekki... hugsað.. meir .. í ... bili..

meira blogg brátt!

 


Deit!

Þegar ég kom heim úr skólanum í dag var mér boðið á deit!

Ég er ótrúlega spennt og kát, hlakka svo til að fara út með mínum heittelskaða

 

summer-love.jpg


lesstofan

Við Baldvin erum garðprófastar á Hjónagörðum, og það er nú ekki frásagnavert, nema hvað... Fólk þarf þessvegna að ná í okkur útaf öllu mögulegu. Það virðist vera orðið þannig núna að það er eiginlega bara hætt að athuga hvort við séum heima, það fer bara rakleiðis á lesstofuna.. Hvað segir það okkur?! 

img_20120321_144814.jpg

Það er semsagt athugað í þessari röð: lesstofa - íbúðin - sími

 

Held það væri réttast að færa bara rúmið hingað, við erum hvorteðer mikið meira hér heldur en heima hjá okkur..

img_20120321_144823.jpg

 

Haldiði að það komist ekki eins og einn beddi fyrir þarna útí horni?

Ég held það bara...

 

 

 

 


dreg þetta tilbaka!

Gooosh, í nammvímunni seinasta laugardag steingleymdi ég páskunum!?!?

Það er næstum því eins og að gleyma afmælinu sínu eða jólunum NÆSTUM ÞVÍ!!!!

 

get ekki beðið eftir páskaeggi... mmmmm


Nammi overdose

Merkilegt með þetta nammi..

Ég bíð eftir nammideginum alla vikuna, langar í hitt og þetta og finnst voðalega sorglegt þegar ég neita mér um það.. á laugardögum, sem eru löglegir svindldagar langar mig ekkert sérstaklega í neitt nammi en fæ mér samt alltaf vegna þess að það er jú laugardagur (ansi er maður nú vitlaus) og það er alveg vika í að hann komi aftur..

 

Svo, eins og núna, þá gjörsamlega spring ég af nammiáti og langar að gubba..

 

Þannig að ég tók þá ákvörðun að bara sleppa þessu - sleppa þessu framað sumarfríi..

52 dagar - það er ekki neitt, veit að það verður pirrandi á stundum en ég held mér muni líða mun betur heilt á litið 

 

Jæja, búin að pósta þessu á netið og þá er víst ekki aftur snúið.. whopwhop

 

p.s. ís leyfilegur á laugardögum :) 


ZzzzZZzzkipulag!

Oh boy..

 Nú var ég að búa mér til skipulag fram að sumarfríi. (53 dagar í það). Var ákaflega glöð með hvað það styttist í frelsið alveg þar til ég fattaði hvað ég á óendanlega mikið eftir af lærdómi svo ég geti nú með góðri samvisku farið í próf! Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að halda... best að segja sem minnst, hysja upp um sig og láta verkin tala með nefið ofaní bók. Frown 

 

Mér finnst svo gaman að búa til skipulög! Væri alveg til í að vera bara skipuleggjari að ævistarfi, ég held það sé samt ekki hálauna jobb .. Errm
Væri t.d. hrikalega mikið til í að vera bara "wedding planner", hversu endalaust skemmtilegt væri það nú!?

movie-posters-the-wedding-planner-240530.jpg

 

Ahh já..

En nei, ég fæ víst ekkert borgað fyrir eina skipulagið sem ég þarf að sjá um - sjálfa mig þ.e...

 

Var að prenta út glósur úr þeim fyrirlestrum sem búnir eru í Stjórnsýslurétti. Er nú með allt útprentað, lesefni og fyrirlestra.. (ég er semsagt komin með hálfan Amazon skóginn hérna á borðið til mín... ætli restin verði ekki mætt þegar ég fer að prenta út eignarréttarfyrirlestrana..)

img_20120317_144732.jpg

 Þetta þarna vinstra megin er lesefnið (til viðbótar við þetta eru svo 3 bækur og 1 hefti) og þetta hægra megin eru útprentaðir fyrirlestrar með mínum glósaviðbótum... en sú gleði!

 

Jæja, ætla að hefjast handa

Eigið gleðilegan laugardag gott fólk 

pooh-bear-saturday.jpg


Rice crispies!

Mig langar svo ofur mikið í rice crispies köku en ég er svo innilega löt að ég nenni ekki að labba eftir henni!

vandamálin sem ég þarf að lifa með skoh!

 

ricekrispies.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband