Elsku mamma mín

Elsku besta mamma mín, sem er jafnframt besta vinkona mín, á afmæli í dag Cool

Ég hef alltaf verið mikil mömmustelpa en eftir að ég varð "fullorðin" (er maður nokkurn tímann orðinn fullorðinn eða?) ... allavegana eftir að ég flutti að heiman þá höfum við orðið betri og betri vinkonur. Það eru mjög mikil undantekningartilvik ef við heyrumst ekki neitt allan daginn og þeir dagar verða nú bara hálf skrítnir. Ég er mjög þakklát fyrir mömmu mína, hún er svo skilningsrík og góð og vill allt fyrir alla gera.

Ég vona að þú eigir frábær dag mamma mín. 

Knús og kram til þín. 

 

img_4906.jpg

 


$#%&/$

Púff...

 

... þetta var hausinn á mér að springa.

Finnst ég eigi að fá einhverskonar verðlaun fyrir að hafa lifað af tímann í dag. Og klárlega ef ég næ að lifa af restina að deginum lesandi þessa klingonsku... Sick

 

shrek2.jpg


Tvær úr tungunum

img_20120310_175737.jpg

 

 

Það er Harry Potter lykt af þinglýsingabókinni minni, gerir hana þeim mun skemmtilegri aflestrar verð ég að segja!

 

 

 

 

 

 

img_4903_1140518.jpgAnnars var gærkvöldið gott. Við Baldvin plötuðum mömmur okkar í spil. Dagný bauð okkur í þessar ljúffengu heimabökuðu pizzur og svo var spilað frameftir kvöldi Smile Skemmtum okkur stórvel og mömmur okkar eru töffarar, það verður að segjast Cool

 

 

 

 

 img_4908.jpg

 

Það þarf náttúrulega ekki að taka fram hver fór með sigur af hólmi Whistling 

Það segir sig sjálft að við mæðgur vorum tvær úr tungunum en þau mæðginin Einarsbörn.

(það má monta sig þegar maður vinnur svona sjaldan eins og ég!) LoL

 

Annars hlakka ég til kvöldsins..
Ljúffengar afmælisveitingar, fæ að knúsa uppáhöldin mín og fleira skemmtilegt.

Meira um það næst Smile


svefnpurrka, bananabrauð og lífið!

Ég er loksins búin að læra að búa til broskalla í símanum mínum. Það tók ekki nema 2 vikur Whistling

Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt er að koma Baldvin á fætur á morgnanna.

img_20120305_073841.jpg

 

 

 

 

Eftir 2 snooz, ég búin að klæða mig, bursta, pissa, greiða, mála, elda hafragraut og borða hann og er á leiðinni út þá lítur hann enn þá svona út.
Athugið að þarna er ferlið langt komið. Þarna er hann búinn að liggja, búinn að kveikja ljósið, búinn að reisa hausinn við og meira að segja búinn að setjast upp!

 

img_20120305_073947.jpg

 

 

 

Það verður stundum dálítið einmanalegt á morgnanna!

Grauturinn náttúrulega alltaf löngu orðinn kaldur þegar hann fær sér loksins Errm

 

 

 

 

Jæja, búin að klaga hann nóg í bili þá. Hann er samt  alltaf frábærastur!  InLove

 

img_20120306_225209.jpg

 

 

 

Annars bakaði ég þetta ljúffenga banabrauð um daginn, mikið var það nú gott. Og hollt meira að segja. 

 

Uppskriftina má finna hér: http://www.cafesigrun.com/bananabraud

Mæli með því! 

 

img_20120307_124642.jpg

 

 

Já, annað sem ég ætlaði að minnast á!

Við fórum loksins í blóðbankann í liðinni viku. Þegar maður er svona heppinn eins og við, að vera heilbrigð og allir í kringum mann heilbrigðir, þá hugsar maður oft alltof lítið út í svona hluti. Blóðgjöf kostar okkur ekki neitt og við megum alveg við því að missa smá blóð öðru hvoru. Það gæti munað öllu fyrir einhvern sem þarf á blóðinu þínu að halda!

Ég hvet því alla til að fara og gefa blóð! (Ekki skemmir góður andi, ljúffengar veitingar og líðanin sem fylgir því að láta gott af sér leiða:) ) Af stað með ykkur nú!!!

 

Ég hef mjög gaman að því að lesa skemmtileg blogg á netinu. Ég elska að lesa það sem góðir pennar hafa að segja.

Einn af þeim bloggurum sem ég fylgist með hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt og var hún að greinast með krabbamein, ekki í fyrsta sinn.  Það vekur mig til umhugsunar. Eins og ég sagði áðan þá hef ég blessunarlega verið mjög heilbrigð og allir í kringum mig líka. Þá vill maður oft gleyma sér í smávægilegum vandamálum og gjörsamlega tapa sér yfir svo fráleitum hlutum að það er út í hött. 

Við skulum aðeins staldra við, líta í kringum okkur og átta okkur á því hvað við höfum það gott. 

Ef við getum verið að pirra okkur yfir lúxusvandamálum eins og pólitík,  veðrinu, "karlar sem hata konur" umræðunni, lærdómi og fleiru í þessum dúr þá skulum við steinhætta því. (Er svosem ekki að segja ykkur að hætta að hafa skoðanir, en hættið amk að pirra ykkur yfir því!).

Við skulum þessvegna njóta hvers einasta dags og þess sem hann hefur upp á að bjóða. Lífið er alltof dýrmætt til að eyða því í vitleysu. Ef ykkur langar að gera eitthvað, gerið það þá! Hættu að vera feimin við það og hrædd við mistök. Þú hefur (í flestum tilfellum) engu að tapa. Gerðu það sem þig langar til og leyfðu draumunum þínum að verða að veruleika án of mikillar hugsunar og gagnrýni!

 

 


4.mars

Ég gleymdi víst að segja frá því í seinasta bloggi að við Baldvin keyptum okkur bæði nýj síma. 2 splunkunýir, alveg eins snjallsímar sem ég kann ekkert á! Mér finnst hann samt snilld Hann tekur ofsa fínar myndir, sendir ofsa fín sms og hringir ofsa fín símtöl. Hvað meira getur maður beðið um? Ég veit ekki hvað það ætti að vera, en hann getur samt gert ofsa margt annað en ég á eftir að læra betur á það eins og ég segi ..
Stundum kann ég ekki alveg að svara honum, stundum sé ég ekki að það sé verið að hringja í mig og stundum hef ég ekki hugmynd um að ég sé komin með sms. En það hlýtur að lærast Smile

 

img_20120303_214448_1139265.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú loksins veit ég hvað app er, (en ekki kann ég að nota svoleiðis)
Baldvin er á myndinni einmitt að nota eitthvað stjörnuapp. Voðalega nýaldarlegt!

 

Svo má líka sjá á myndinni DEMO ljósið sem við fengum í jólagjöf frá tengdó. Ofsa fínt og notó Smile

 

Helgin er annars búin að vera ofsalega góð hjá okkur skötuhjúunum.
Í gærkvöldið höfðum við það kósý og spiluðum friends spilið:

img_20120303_214426.jpg

 

Alger snilld! Gamalt spil sem ég hef spilað svona ca 2x á ævinni. En við Hildur keyptum okkur það saman á sínum tíma.

 

 

 

 

 

Í dag fórum við svo í Kringluna til að kaupa afmælisgjöf handa tengdó

img_20120304_142645.jpg

 

 

 

Keyptum okkur Jóa Fel klatta. Yndislega góðir og það er bara ekki hægt að standast það að fá sér þá öðru hvoru Smile Það má líka svona á sunnudegi!

 

 

 

Fórum svo í kvöld í mat til tengdó. Alveg dýrindis veisla .. mmm.. er enn pakksödd!

 

Uppfyllingarefni helgarinnar var svo auðvitað lærdómurinn, hann hangir yfir manni næstu 2 mánuðina (jiii hvað það er stutt!)

img_20120228_153513.jpg

 

Þarna má sjá "skrifstofuna" okkar. Erum mun meira þarna en heima hjá okkur. Voða notó bara orðið. Get þó ekki sagt að ég muni fá fráhvarfseinkenni í sumar Halo








Við höfum það prinsipp að læra ekki á kvöldin (nema þá í versta falli í prófatörnum, en helst ekki þá heldur).

Ég set mér alltaf fyrir, að lesa X margar bls á dag t.d. Merkilegt hvað seinustu bls verða alltaf margfalt hæglesnari en þær fyrstu. Líka heilmikil áskorun að vera að læra fyrir framan tölvu, hún vill gleypa athyglina hjá manni, maður þarf bara aaaaaaaaaðeins að gera hitt og aaaaaaaaðeins að gera þetta.
Alltaf einkar ánægjulegt að sjá þetta birtast þegar maður flettir á seinustu baðsíður dagsins:

img_20120304_170004.jpg

 

 

 

 

 

 

Ætla að láta þetta vera lokaorðin í dag Cool

 

 

P.s. er ekki snilld að hafa svona fínan myndavélasíma og geta vippað upp myndavélinni hvar sem er?! Þa´eld ég nú!

 

 

 

 


3.mars

Ég get verið svo ferlega langrækin stundum - klárlega einn af mínum helstu göllum.

Held það sé aðallega útaf því að mér getur ekki verið bara sama um það sem fólk segir eða gerir. Þarf alltaf að halda að ég geti bjargað og breytt heiminum. En, það er víst ekki hægt að breyta fólki. Maður stjórnar víst bara sjálfum sér og sínum eigin gjörðum.
Þoli bara ekki hvað fólk getur verið dónalegt stundum og tillitslaust.

Það er sko hægara sagt en gert að láta svona fólk eiga sig og láta það sem það segir sem vind um eyru þjóta.  Held ég myndi ekki höndla frægð neitt voðalega vel nema þá að ég læri að láta mér vera alveg sama. (ekki það að ég hafi nokkurn áhuga á frægð fyrir mína parta) 

 

Verst finnst mér þó að ég er alltaf að reyna að vera eins kurteis, vinaleg og hjálpleg og ég mögulega get, verst að maður fær það sko ekki alltaf borgað til baka, oft fær maður einungis bara skítuga tusku í andlitið í staðinn. 

 

Já, fólk getur svo sannarlega verið algert fífl stundum! 


24. febrúar

Sko.. þetta er ekki flókið!

 

1. Mig langar til útlanda! Allra helst til Spánar en ég myndi sætta mig við Flórída

picture_014.jpg

Við Halldís í Madrid!

 

2. Mig langar í nýjan síma í staðinn fyrir minn sem dettur í sundur þegar maður rétt svo gjóar augunum í átt að honum!

3. Mig langar obbbboslega í nammi! Get ekki hætt að hugsa um smarties og eitt sett! Er að rembast við að blása þennan púka í burtu. Stefni á appelsínu eftir smástund (finnst ég ætti að fá medalíu fyrir þann metnað!) 

4. mig langar út í körfubolta

5. mig langar í sumarfrí

 

 

 

Það sem mig langar ekki að gera:

1. læra

 

 

p.s. það er glatað skipulag á myndunum mínum, flestar eru þær í hinni tölvunni! 


22.febrúar

Obbobbojj! Bloggþurrð í mánuð!!

Örvæntið ekki. Nú er skólaleiðinn farinn að segja til sín og ég get farið að búa mér til afsakanir fyrir því að læra ekki! whopwhop Whistling

 

Nei svona í alvöru talað, afhverju er þetta svona skelfing leiðilegt?!

 

Mig langar bara út í körfubolta, í sund eða bara að leggjast upp í rúm með tærnar uppí loft og heimsækja Óla Lokbrá..

 En þetta lærist víst ekki sjálft og ég þarf að sitja fyrir svörum á morgun um kvótakerfið, mikið andskoti verður það nú fróðlegt!

 


15. jan

Mig langar að gera eitthvað óstjórnlega skemmtilegt í dag en ég er algerlega hugmyndasnauð!  Blush

 

 


10.jan

Það er fiskidagur í dag... húsbóndinn er að skræla kappellunnar og svo skal étið! 
Ég hef ekkert alltof gaman að svona fiskidögum, en þeir eru víst nauðsynlegir Woundering

 

Það er bölvað rokrassgat úti, svo mikið að ekki er hægt að ráða við hurðar né eitt eða neitt. Meira að segja fæturnar á mér fuku næstum undan mér áðan!
Ég var áðan að lesa við diskóljós, ljósin blikkuðu sí og æ.. það gerir þetta bara skemmtilegra. Ég meira að segja fann borðið inni á lesstofu hristast..

En svo lengi sem ég þarf ekki að vera úti í þessari vitleysu þá er þetta bara kósý .. er það ekki? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband